Hliđarveruleiki RÚV, tvö dćmi

Fjölmiđlar geta búiđ til hliđarveruleika, taliđ fólki trú um ţađ sem ekki er. Lúmskar fréttir og sífelld endurtekning er efniviđurinn í hliđarveruleikann. 

Fyrir tveim dögum bjó RÚV til frétt, drög ađ ţeim hliđarveruleika ađ sigur Íslands á Ísrael í fótbolta sé kvenfjandsamlegt athćfi sem ţjóđin ćtti ađ skammast sín fyrir eiga ađild ađ.

Fréttaspuni RÚV fléttar saman tveim algjörlega óskyldum hlutum. Stríđi Ísraela gegn hryđjuverkasamtökum Hamas í Gasa annars vegar og hins vegar niđurfelldri rannsókn á nauđgunarkćru á hendur íslenskum landsliđsmanni í knattspyrnu. Í ţessum tveim málum, segir RÚV, sé ,,femínísk vídd sem viđ hljótum ađ ţurfa ađ velta fyrir okkur." Vídd er lykilorđ. Viđ eigum ekki ađ skilja samhengi hlutanna eins og ţađ blasir viđ heldur fara í krákustíg inn í vídd hliđarveruleika.

Lćvísi RÚV felst í tvennu. Í fyrsta lagi ađ bera saman appelsínur og epli, réttarvörslukerfiđ á Íslandi er sett í samhengi viđ stríđiđ í Gasa. Í öđru lagi er hugtakiđ ,,femínísk vídd" látiđ ná yfir hryđjuverkamenn Hamas. Blóđţyrstir fjöldamorđingjar eru sagđir konur og börn. Tilgangur RÚV  er ađ smíđa átyllu til ađ fordćma. Efstaleiti verđur ekki kápan úr klćđinu. Fólki kaupir ekki ađ hryđjuverkamenn hafi ,,femíníska vídd" en gleđst yfir árangri íslenska landsliđsins í knattspyrnu, sem Stígamót valdi ekki ađ ţessu sinni.

Víkjum ţá á öđru dćmi um hliđarveruleika RÚV. Ţar má međ sanni segja ađ RÚV hafi haft erindi sem erfiđi, enda um ađ rćđa ótal fréttir og legíó endurtekninga yfir langt árabil á sömu ósannindunum.

Fyrir ellefu dögum birti RÚV frétt međ fyrirsögninni ,,Dómari í Samherjamálinu neitar ađ segja sig frá ţví." Fyrsta efnisgreinin í meginmáli er svohljóđandi:

Namibíski dómarinn Moses Chinhengo hefur neitađ ađ segja sig frá Samherjamálinu svokallađa í Namibíu sem snýr ađ meintum glćpum fyrirtćkisins Samherja ţar í landi.

Enginn sem tengist Samherja, hvorki lögađilar né einstaklingar, eru fyrir rétti í Namibíu. Af ţví leiđir er ekki um neina meinta glćpi norđlensku útgerđarinnar ađ rćđa. RÚV trúir eigin hliđarveruleika, ađ réttađ sé yfir Samherja í Namibíu.

Tilfallandi fjallađi um Namibíumáliđ í fyrrasumar og byggđi á namibískum heimildum:

Nú stendur yfir dómsmál ţar syđra. Enginn Samherjamađur er sakborningur og enginn lögađili tengdur útgerđinni á sakabekk. Ađalsakborningurinn er Bernhard Esau fyrrum sjávarútvegsráđherra. Í ţriggja daga gamalli frétt útgáfunnar Namibian er sagt frá skýrslugjöf Esau í dómssal.

RÚV og Heimildin, RSK-miđlar, vitna reglulega í Namibian en ekki kemur stakt orđ um yfirheyrslur yfir Esau. Hvernig víkur ţví viđ ađ ađalsakborningurinn í Namibíumálinu, sem RSK-miđlar kalla alltaf Samherjamáliđ, er ekki fréttaefni ţeirra íslensku miđla sem sérhćfa sig í málinu?

Skýringin er vitanlega sú ađ skýrslugjöf Esau fyrir dómi sýnir svart á hvítu ađ Samherji var fórnarlamb en ekki gerandi í sakamálinu sem nefnist Fishrot ţar syđra.

Í fréttinni kemur fram ađ yfirmenn opinberrar stofnunar, Fishcor, seldu Samherja kvóta en stungu undan greiđslum sem Samherji innti af hendi. Samherji var í góđri trú, keypti kvóta af opinberri stofnun.

Namibísk lög gera ráđ fyrir ađ Fishcor selji kvóta og noti afraksturinn í uppbyggingu innviđa og ţróunarađstođar innanlands.

Hliđarveruleiki RÚV er ađ réttarhöldin í Namibíu séu yfir Samherja. Ţađ eru hrein og klár ósannindi. En međ ţví ađ klifa á lyginni sí og ć vonast ríkisfjölmiđillinn til ađ telja andvaralausum áheyrendum ađ hvítt sé svart.

RÚV er rotin stofnun sem ćtti ađ leggja niđur.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Ţví fyrr ţví betra.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 24.3.2024 kl. 11:33

2 Smámynd: Guđmundur Böđvarsson

Svo ekki sé minnst á hvađ dagskráin er orđin klén..

Guđmundur Böđvarsson, 24.3.2024 kl. 13:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband