Laugardagur, 2. mars 2024
Páfi gegn trans, hundur Dawkins, heilabú karla og kvenna
Trans er andstyggilegasta hugmyndafræði samtímans, segir Frans páfi í Róm samkvæmt þýsku útgáfunni Die Welt. Guðsímyndina af karli og konu má ekki skemma, það yrði afmennskun.
Ekki er vandlæting páfa nýtilkomin. Fyrir ári endursagði kaþólsk fréttastofa viðtal páfa við argentínskt dagblað. ,,Hvers vegna er transhugmyndafræðin hættuleg? Vegna þess að hún grefur undan manngildi kvenna og karla," er haft eftir hans heilagleika.
Páfi talar í umboði almættisins. Ekki skrifa allir upp á að meira sé í alheimi en efni og hlutveruleiki. Frægur vantrúaður er líffræðingurinn Richard Dawkins. Hann afgreiðir trans-menninguna með þeim orðum að segist karl vera kona geti hann allt eins sagst vera hundur, þá líklega rakki fremur en tík.
Dawkins segir trans jaðra við geðveiki. Í viðtalinu vill hann ekki útiloka að í heila karls gætu leynst kvenlegir drættir. En að karl geti hoppað úr sínu líffræðilega kyni í andstætt kyn með tilfinningunni einni saman sé brjálæði.
Mælingar á heilabúi karla og kvenna sýna að heili karlmanns er að jafnaði tíu prósent þyngri en konu. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að líffræðilegur munur, annar en heilaþyngd, sé á heilabúi karls og konu. Í Telegraph er haft eftir Vinod Menon prófessor í geðlækningum og atferlisvísindum við Stanford-háskóla:
Hér er komin sterk sönnun að líffræðilegt kyn sé ráðandi fyrir heilastarfsemina.
Trú, vantrú og vísindi mæla einum rómi. Líffræði trompar tilfinningar. Málið dautt.
Athugasemdir
Hvar er rödd allra BISKUPS-UMSÆJENDA Íslands í þessu máli?
Eru þeir tilbúnir að ganga fram fyrir skjöldu
og VERJA þá HEILÖGU RITNINGU
sem að þeim eru borguð ofur-laun fyrir að stranda vörð um ?
https://contact.blog.is/blog/vonin/entry/2299455/
Dominus Sanctus., 2.3.2024 kl. 08:42
Heldur þú að ég yrði ekki bara góður biskup?
https://contact.blog.is/blog/vonin/category/12/
Dominus Sanctus., 2.3.2024 kl. 08:45
I would have liked to know where and how the trans concept became known and widespread?
I guess some scholar wanted to delete tíma og peningum í þá leit.
Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2024 kl. 18:53
Fyrirgefðu mér Páll sá þennan snúning móðurmálsins of seint.
Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2024 kl. 19:06
Sammála Páll.
Engvu við þetta að bæta.
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.3.2024 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.