Múslímar og mæðraveldið

Trúarmenning íslam byggir á feðraveldi. Mannréttindaskrá múslímaríkja heitir Kairó-yfirlýsingin, er sem sagt önnur en mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um jafnrétti kynjanna. Í Kairó-yfirlýsingunni er eiginmaðurinn ábyrgur fyrir velferð fjölskyldunnar, er eiginkonunni fremri.

Í samfélögum múslíma er að jafnaði ekki gert ráð fyrir að konur séu einar á ferð, allra síst á fáförnum slóðum eða að næturlagi. Konur eiga að vera í fylgd eiginmanns, föður, bróður eða frænda. Sé um hóp kvenna að ræða má veita afslátt af kröfunni um karlavernd.

Múslímskir karlar sem koma til vesturlanda og sjá konur einar á vappi frjálslegri klæddar en þekkist í löndum spámannsins fá sumir hverjir þá hugmynd að konurnar séu í karlmannsþörf. Einhverjir líta svo á að nei einstæðrar konu þýði í raun já.

Í nýlegu dómsmáli bar múslími ákærður fyrir kynferðisbrot því við að Google-translate sýndi já þótt stúlkan segði nei. Kona ein í leigubíl um nótt þýðir tvöfalt já, samkvæmt viðtengdri frétt. Réttarspeki íslam kveður á um að framburð kvenna sé minna að marka en staðhæfingu karla. Misskilin gervigreind og menningarólæsi eru gildar afsakanir karla með kóraninn að bakhjarli.

Er múslímum fjölgar hér á landi verður brýnna að konur láti ekki sjá sig utan dyra einar og stakar. Gildir almennt en sérstaklega í skammdeginu. Þær setja sig í hættu. Betur að kona sé í fylgd karlmanns. Eins og feðraveldið býður. Klæðaburð þarf einnig að endurskoða. Druslur hafa eina merkingu á Fróni en aðra í menningarheimi íslam.

Femínistar eru í framlínu þeirra sem sem krefjast stóraukins innflutnings hælismúslíma. Líklega leiðist þeim mæðraveldið.


mbl.is Leigubílstjórarnir hafa verið sviptir leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Múslimar þrífast mjög vel sem jaðarsettur hópur í vestrænu þjóðfélagi

"Innanlands leggur ríkisstjórnin áherslu á að bera kennsl á og þjóna betur jaðarsettum hópum samfélagsins."

Múslimskir karlmenn verða því haghafar velsældaráherslanna þriggja sjálfbærni, réttlát umskipti og velsæld í Hvítbók ríkisstjórnarinnar
sem er núna í samráðsgáttinni.

Grímur Kjartansson, 28.2.2024 kl. 15:20

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hafa ekki verið feministar sem leitt hafa andóf gegn trans í kvennaíþróttum. Feministar hafa aldrei verið framarlega í baráttu fyrir konur.Barátta þeirra hefur alla tíð staðið um sérréttindi. 

Ragnhildur Kolka, 28.2.2024 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband