Þakkir til Guðna forseta

Tilfallandi kaus Davíð en ekki Guðna sumarið 2016. Á átta ára ferli hafa nokkrar athugasemdir fallið um forsetann, einkum framan af ferlinum, t.d. er hann ígrundaði að taka þátt í upphlaupi vinstrimanna vegna skipunar dómara í landsrétt.

Eftir að Guðni lærði inn á sjálfan sig og embættið fækkaði tilefnum til athugasemda. 

Í heild er forsetaferill Guðna farsæll. Hann gat sér orð fyrir alúð og vingjarnleg samskipti við háa sem lága. Virðist sem þar fari vandaður maður er leggi sig fram um hófsemi í framgöngu og gæti að virðingu embættisins.

Megindygðir forseta lýðveldisins er hófstilling og virðing. Forseti er gætir að dygðatvenndinni getur, ef aðstæður krefjast, gripið inn í atburðarás séu stórkostlegir hagsmunir í húfi. Icesave var slíkt mál en fjölmiðlafrumvarpið 2004 ekki.

Kvabb á skrifstofu forseta Íslands er líklega töluvert. Aðskiljanlegir einstaklingar og hópar falast eftir stuðningi við þennan eða hinn málstaðinn. Ábyggilega er oft vandasamt að aðgreina verðug mál frá þeim sem betur eru ósnert. Séð frá tilfallandi sjónarhóli tókst sitjandi forseta nokkuð vel upp á þeim vettvangi.

Um leið og Guðna forseta er þökkuð þjónusta í þágu lands og þjóðar stenst tilfallandi ekki mátið í samkvæmisleiknum um eftirmann. Annar Guðni er á lausu. Sá er Ágústsson.  


mbl.is Guðni gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek undir vingjarnlegt álit þitt á fráfarandi forseta, en þó alveg sérstaklega á uppástungu þinni um eftirmann hans.

Jónatan Karlsson, 2.1.2024 kl. 07:57

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðni Ágústsson forseti. Nei hættu nú alveg!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2024 kl. 14:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

GUðni forseti þarf ekki að flíka skoðunum sínum líkt og Katrín forsætisráðherra,þótt hallur sé undir hennar stjórn.Hann þarf ekki að skíra sérstaklega þótt sæki ekki mikilvægar bolta keppnir t.d. í austur Evrópu sem eru greinileg mótmæli ríkisstjórnar Íslands......Guðni Ágústsson er verðugur forseti að mínu mati.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2024 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband