Miðvikudagur, 27. desember 2023
Jólunum flýtt, sigri seinkað
Stjórnvöld í Úkraínu flýta jólunum til samræmis við tímatal vesturkirkjunnar. Mestu skiptir þó að halda ekki jól á sama tíma og Rússar, er fylgja útreikningi austurkirkjunnar á fæðingu frelsarans. Trú er pólitík, skyldi einhver efast.
Sigri Úkraínu yfir Rússlandi er aftur seinkað. Áætlanir um að hrekja Rússa til síns heima fyrir áramót urðu að engu er sumarsóknin til Krím brást.
Trúin flytur fjöll, segir orðtakið. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, er önnur alþýðuspeki.
Fjarlægð frá sannindum verður ekki bætt með trúarhita. Úkraína er liðlega 30 milljón manna þjóð, Rússar eru ríflega 140 milljónir. Á meðan hermenn Nató-ríkja sitja heima og láta Úkraínumenn eina deyja fyrir vestræna tímatalið munu Rússar sigra.
Nató-ríkjunum þótti Úkraína aldrei nógu mikilvæg til að fórna vestrænum hermönnum. Washington og Brussel fannst hentugt að etja saman slavnesku bræðraþjóðunum. Trúarkreddur frá kalda stríðinu um baráttu góðs og ills réðu ferðinni.
Fyrir daga klofnings vestur- og austurkirkjunnar og löngu fyrir daga kalda stríðsins var til hugsun sem farsælla að temja sér í alþjóðasamskiptum en kennisetningar um gott og illt. Kallast raunsæi.
Úkraína heldur jól í desember í fyrsta skiptið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trú er pólitík og pólitík er trú. Sumir trúa meira á sína "pólitísku snillinga" en sjálfan guð almáttugan.
Gunnar Heiðarsson, 27.12.2023 kl. 09:43
Guð Zelensky og Vesturveldanna í þessu stríði heitir PR.
Ragnhildur Kolka, 27.12.2023 kl. 10:49
Samkvæmt Wikipedia var fólksfjöldi Úkraínu rúmlega 41,3 milljónir árið 2021
Daníel Sigurðsson, 27.12.2023 kl. 14:42
"Pólitískur snilli"? Galni unglingurinn minn hermir;"ég er hætt meðonum"!
Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2023 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.