Ţriđjudagur, 26. desember 2023
Heimild til hefnda
Atlaga blađamanna RSK-miđla ađ Páli skipstjóra Steingrímssyni 3. maí 2021 var hefnd fyrir ófarir RÚV, Stundarinnar og Heimildarinnar í Namibíumálinu, sem hófst í nóvember 2019 međ alrćmdum Kveiks-ţćtti á RÚV.
Helgi Seljan fékk á sig siđadóm í mars 2021 fyrir ađ hafa ţverbrotiđ siđareglur RÚV. Helgi var höfuđpaurinn í Namibíumáli RSK-miđla gegn Samherja. Úrskurđur siđanefndar RÚV var áfellisdómur yfir fordómafullri fréttamennsku sem byggđi á ljúgvitni.
Um sama leyti og dómur siđanefndar féll yfir Helga voru blađamenn komnir í samband viđ ţáverandi eiginkonu Páls skipstjóra. Hún glímir viđ alvarleg andleg veikindi og hefur a.m.k. í ţrígang undanfarin ár veriđ öryggisvistuđ á sjúkrastofnun.
Međ andlega veika konu sem verkfćri komust blađamenn yfir síma Páls skipstjóra. Undanfarinn var byrlun og stuldur. Skipulega var gengiđ til verks. Samsung-sími, samskonar og skipstjórinn notar, var keyptur af Ţóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks nokkru fyrir byrlunina. Eftir afritun var beđiđ í tćpar ţrjár vikur međ birtingu af efni úr síma skipstjórans.
Blađamennirnir töldu sig hafa öll ráđ skipstjórans í hendi sér, enda átti hann ađ vera grunlaus um ađ síma hans hafđi veriđ stoliđ. Andlega veik eiginkona Páls var leiksoppur blađamanna. Eftir stuld og afritun skilađi veika konan síma Páls skipstjóra á sjúkrabeđ hans á Landspítalanum.
Hefndin var sćt. Úr gögnum stolna síman bjuggu blađamenn til ţá sögu ađ Páll skipstjóri vćri höfuđpaurinn í skćruliđadeild Samherja er herjađi á saklausa blađamen. Gerendur urđu fórnarlömb eins og hendi vćri veifađ. Slíkur er máttur fjölmiđla ađ međ endurtekningu verđa ósannindi sannleikur. Vinstrimenn í pólitík lögđu sitt pund á vogaskálarnar, tók málstađ RSK-miđla á alţingi og í umrćđunni á samfélagsmiđlum.
Almenningur vissi ekki betur en ađ tveir sjálfstćđir fjölmiđlar, Stundin og Kjarninn, sögđu sömu fréttina, sem hlyti ţá ađ vera trúverđug. Almenningur vissi ekki um samrćmda ađgerđaáćtlun međ RÚV sem fréttamiđstöđ. Fréttirnar voru hannađar og samrćmdar á Efstaleiti til birtingar á hjáleigunum, Stundinni og Kjarnanum - sem síđar sameinuđust undir merkjum Heimildarinnar. Í umrćđunni gleymdist siđadómurinn yfir Helga Seljan - skćruliđadeild Samherja var mál málanna sumariđ og haustiđ 2021.
Páll skipstjóri kćrđi máliđ 14. maí 2021, viku áđur en fyrstu fréttir birtust. Lögreglurannsóknin vatt upp á sig ţegar leiđ á áriđ. Í febrúar 2022 fengu fjórir blađamenn stöđu sakbornings. Ţrátt fyrir bođun í yfirheyrslu mćttu blađamennirnir ekki og töfđu rannsóknina um hálft ár. Framan af rannsókn lögreglu var áherslan á hvađ blađamenn gerđu viđ gögnin úr síma skipstjórans. Um síđustu áramót, 2022/2023, tók rannsóknin nýja stefnu ţegar ljóst var ađ samskipti voru komin á milli ţáverandi eiginkonu skipstjórans og blađamanna nokkru áđur en byrlunin fór fram, 3. maí 2021.
Blađamenn RSK-miđla hafa í ţau bráđum tvö ár sem ţeir hafa veriđ sakborningar starfađ viđ ađ flytja fréttir og frásagnir eins og ekkert hafi í skorist. Helgi Seljan fór af RÚV á Stundina, nú Heimildin, áramótin 2021/2022. Ţórđur Snćr, fyrrum ritstjóri Kjarnans, varđ ritstjóri Heimildarinnar. Ţar eru fyrir á fleti sakborningarnir Ađalsteinn Kjartansson, Arnar Ţór Ingólfsson og Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem fékk stöđ grunađs seinna en hinir. Ţóra Arnórsdóttir var í febrúar á árinu sem er ađ líđa selflutt af RÚV, ţar sem hún hafđi starfađ í aldarfjórđung, yfir á Landsvirkjun ţar sem hún er upplýsingafulltrúi.
Í stađ ţess ađ gera almenningi grein fyrir ađild sinni ađ byrlunar- og símastuldsmálinu láta blađamennirnir eins og ţeir séu fínir pappírar og standa engum skil á gerđum sínum, hvorki lögreglu né almenningi. Starfsfélagar RSK-blađamanna á öđrum fjölmiđlum ţegja í međvirkni.
Hefndarhugur blađamanna er jafn einbeittur og áđur. Ađalsteinn Kjartansson skrifađi í jólatölublađ Heimildarinnar frétt um Namibíumáliđ og tiltók réttarstöđu Örnu McClure, lögfrćđings. Aftur ţagđi Ađalsteinn um ađ Arna er brotaţoli, ásamt Páli skipstjóra, í byrlunar- og símastuldsmálinu. En ţar er Ađalsteinn sakborningur. Ađalsteinn ćtti ađ vita manna best hvađ hann gerđi á hlut Örnu og Páls sem leiddi til ţeirrar réttarstöđu ađ blađamađurinn er grunađur um glćp. Blađamađurinn ţegir um stćrri sakir, sínar eigin, en flaggar stöđu Örnu í máli sem öll rök standa til ađ verđi fellt niđur.
Heimildin fćr árlegan ríkisstyrk upp á tugi milljóna króna. Tilgangur ríkisvaldsins er ekki ađ grunađir um glćpi fái niđurgreiđslu í fjölmiđlarekstur til gera fólki miska. Ekki heldur er opinber stuđningur ćtlađur til ađ hylma yfir afbrot fjölmiđla. Reyndin er ţó ađ Heimildarmenn eru á launum frá almenningi viđ ađ grafa undan réttarríkinu. Til ađ bíta höfuđiđ af skömminni hafa ţrír blađamenn Heimildarinnar, Ađalsteinn ţar á međal, stefnt tilfallandi bloggara fyrir ađ fjalla um afbrot og siđleysi blađamanna.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.