Sauðaskýring Þorsteins

Hrútskýring er þegar karl talar niður til konu. Sauðaskýring er hjálpræði karls sem hleypur undir pilsfald kynferðis þegar honum verður á í messunni.

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur sigaði netlýð, fylgjendum sínum, á konu, starfsmann Bónuss, sem tók ekki bók kynjafræðingsins í sölu hjá verslunarkeðjunni.

Nú segist Þorsteinn sorrí og skrifar

Þótt ég beiti mér mark­visst femín­ískt og tali um karllægt yf­ir­læti, til­kall og skaðlega karl­mennsku þá er ég í grunn­inn karlremba. [...] Þá á ég það til að kallakall­ast yfir mig og jafn­vel valta yfir fólk.

Kynjafræðingurinn fer býsna nærri að kalla femínista tillitslausa yfirgangsseggi sem eiga til að springa úr frekju. Hinum þræðinum viðurkennir Þorsteinn að kynjaorðfærið sem honum er tamt sé aðeins skálkaskjól.

Orðavaðallinn, ,,beiti mér markvisst femínískt", er játning að sigla undir fölsku flaggi. Vera eitt en þykjast annað. Þorsteinn afhjúpaði sig með ljótu athæfi, hvatti fylgjendur sína að ofsækja saklausa konu. Bítur svo höfuðið af skömminni með tilkynningu um að hann geti ekki hamið karlinn í sjálfum sér. Fæstir karlar skipuleggja stafrænar ofsóknir gegn fólki. Netníðingar eru fámennur hópur af báðum kynjum, ekki þekktur af mannúð og hófstillingu.

Sauður er geltur hrútur. Kynjageldingurinn Þorsteinn má vita að yfirgangur og ótukt veltur ekki á líffræði heldur dómgreind og siðferðisvitund.


mbl.is Þorsteinn biður starfsmann Bónuss afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Hann reynir að koma bókinni út með því að gefa hana. Kannski ekki hverjum sem vill. En að halda fram að dónaskapur hans og rafræna ofbeldið hafi eitthvað með karlmenn og karlmennsku að gera er með ólíkindum. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 18.12.2023 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband