Vanskil eru ekki mannréttindi

Óreiðufólk í fjármálum gerir lán skilvísra dýrari en ella. Lífeyrissjóður sem lánar vanskilafólki gengur á eigur sjóðsfélaga, þeirra sem eiga sjóðinn og treysta á hann til framfærslu.

Ekkert samhengi er á milli óreiðufólks í fjármálum annars vegar og hins vegar launatekna og eigna. Efnalitlir geta verið óskilvísir jafnt sem þeir efnameiri.

Þeir sem einu sinni standa ekki í skilum eru líklegir til að falla aftur í sömu gryfju, að greiða ekki skuldir sínar.

Það liggur í augum uppi að skilja þarf sauðina frá höfrunum. Lánastofnanir, hvort heldur bankar eða lífeyrissjóðir, verða að vita hverjum er treystandi og hverjum ekki. Það er engin sanngirni að skilvísir fái sömu meðferð og skuldseigir.

Að því sögðu er vitanlega krafa að meðferðin á fjármálasögu fólks sé málefnaleg.


mbl.is Telja Creditinfo hafa farið á svig við leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Páll

Eins og þú segir þarf meðferð á fjármálasögu fólks að vera málefnaleg en þannig er hún ekki endilega hjá þessu glæpaapparati. Vil taka fram að ég hef verið í skilum allt mitt líf. En sagan sýnir að hægt er að miðla tilhæfulausum vanskilaupplýsingum til fyrirtækisins og fá þau skráð þar án þess að viðkomandi fái rönd við reist. Það getur ekki talist málefnalegt. Fyrir mörgum árum varð verktaki ósáttur við mig fyrir að fá ekki greitt margfalt á við það sem skriflegur samningur kvað á um. Hann miðlaði upplýsingum um vanskil til fyrirtækisins og ég þurfti að hafa mikið fyrir því að hreinsa mitt nafn út af vanskilaskrá.

Örn Gunnlaugsson, 1.12.2023 kl. 08:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Öll starfsemi credit info fer beint geng gildandi stjórnarskrá Íslands

71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.] 1)

Guðmundur Jónsson, 1.12.2023 kl. 13:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lífeyrissjóðir hafa aldrei tapað tilfinnanlega á lánum til sjóðfélaga fyrir húsnæði því þá eru tekin traust veð í fasteignum sem hægt er að ganga að ef allt fer í óefni og veðmörkin eru höfð rúm til að mæta því.

Lífeyrissjóðir hafa aftur á móti tapað gríðarlegum fjárhæðum á því að leggja fé í galin braskverkefni umsvifamikilla "viðskiptasnillinga". Margir þeirra hafa tekið hvern snúninginn á fætur öðrum án þess að hlutir eins vanskilskrá virðist hafa verið að flækjast mikið fyrir þeim.

Að sjálfsögðu þarf að vera fyrir hendi eitthvað fyrirkomulag til að stuðla að ábyrgum ákvörðunum um lánveitingar, en það þarf að vera sanngjarnt og byggja á eðlilegu meðalhófi. Þegar venjulegt fólk sem hefur ekkert af sér gert nema reyna að koma þaki yfir höfuðið horfir upp á "snillingana" sem braska með milljarðana skilja eftir sig sviðna jörð og lenda samt alltaf aftur á fótunum er ekki að undra þó því svíði. Ekki síst ef það þarf sjálft að sæta fjárhagslegri útlegð eftir að hafa kannski bara lent í óvæntum skakkaföllum sem hafa sett strik í reikninginn.

Meðaljóninn verður að geta fengið sanngjarnt tækifæri til að koma sér aftur á lappirnar þó hann lendi í skakkaföllum sem verða til þess að hann getur ekki staðið við allar skuldbindingar sínar. Það verður að gera greinarmun á greiðsluvilja og greiðslugetu. Allur heimsins greiðsluvilji skapar ekki greiðslugetu hjá þeim sem missir viðurværið af óviðráðanlegum ástæðum og að lenda í slíku þýðir ekki endilega að viðkomandi sé óreiðumaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2023 kl. 16:41

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Guðmundur Ásgeirsson
Mest hafa lífeyrissjóðirnir tapað á alskyns "fjárfestingarstefnum"
sem miða að einhverju allt öðru en bestri ávöxtun fyrir sjóðsfélaga t.d. gera  sumir sjóðir kröfur um
Kynjaða fjárhagsáætlun 
þeir sem hafa eitthvað kynnt sér þá vitleysu vita að þetta er bara galin hugmyndafræði

Grímur Kjartansson, 1.12.2023 kl. 21:21

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér skilst að stærsta meinið við skyndilegar breytingar á greiðslumati hafi falist í því að á einni nóttu var fjármálaáætlunum 15% Íslendinga snarlega breytt. Fólk sem hafði borgað sínar skuldir og byrjað að safna fyrir fjárfestingum sett í ruslflokk. 

Geir Ágústsson, 2.12.2023 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband