Þrýst á Úkraínu að semja við Rússa

Leynilegt samkomulag er á milli Biden Bandaríkjaforseta og Scholz kanslara Þýskalands að binda endi á Úkraínustríðið og þvinga Selenskí forseta að samningaborðinu. Þýska útgáfan Bild segir að Bandaríkin og Þýskaland muni draga úr stuðningi við Úkraínu til að knýja á um samninga. Það verði gert á bakvið tjöldin. Opinberlega verði sagt að stuðningur haldi áfram en í reynd fær Úkraína minni pening og færri vopn. 

Aðrir fjölmiðlar, t.d. Telegraph, taka upp á sína arma frétt Bild og segja vaxandi þrýsting á Úkraínu að semja. Útlitið er svart á vígvellinum.

Gagnsókn Úkraínu, sem hófst 4. júní í sumar, rann út í sandinn í september. Víglínan breyttist litið sem ekkert. Síðan hafa Rússar sótt í sig veðrið og ógna nú Adievka, hernaðarlega mikilvægri borg í Donbass-héruðunum. Rússar ráða um fimmtungi Úkraínu. Innrás Rússa, sem hófst í febrúar 2022 hefur kostað um 300 til 500 þúsund mannslíf.

Yfirlýst markmið Rússa er tvíþætt. Í fyrsta lagi að tryggja réttindi rússneskumælandi ríkisborgara Úkraínu. Í öðru lagi að koma í veg fyrir að Úkraína gangi í Nató. Hernaðarbandalagið með Úkraínu innanborð myndi ógna öryggishagsmunum rússneska ríkisins, er viðkvæðið í Moskvu.

Varla er tilviljun að í gær birtist viðtal við David Arakhamia sem fór fyrir úkraínsku sendinefndinni er ræddi friðarsamkomulag við Rússa í mars 2022, tveim mánuðum eftir að stríðsátök hófust. David Arakhamia segir að Rússar hafi fyrst og fremst viljað tryggja að Úkraína yrði hlutlaust land, yrði ekki Nató-ríki. Drög að samkomulagi voru undirrituð í Istambúl, Tyrklandi.

Boris Johnson þáverandi forsætisráðherra Bretlands fór til Kænugarðs, með umboð frá Biden Bandaríkjaforseta, eftir að Istambúl-drögin voru undirrituð, og setti Selenskí forseta úrslitakosti. Vesturlönd myndu hætta stuðningi við Úkraínu ef samið yrði við Rússa. Þar með var friðarsamningur úr sögunni. Úkraína stendur og fellur með vestrænu fjármagni og vopnum.

Í mars 2022 var staða Úkraínu öllu betri en hún er í dag. Landið var um það bil í heilu lagi og mannfall enn tiltölulega lítið. Í dag eru Rússar búnir að innlima Donbass-héruðin í Rússland auk héraðanna Kherson og Saparósíja. Um 200-300 þúsund Úkraínumenn hafa fallið. Efnahagskerfið er stórskaddað og innviðir að hruni komnir. Milljónir hafa flúið land. Konur eru sendar á vígvöllinn og deyja þar í skotgröfum. Herkvaðning gildir um alla á aldrinum 17 til sjötugs.

Selenskí forseti neitar alfarið að semja við Pútín starfsbróður sinn í Moskvu. Kannski verður það ekki hann sem semur. Ef leyniáætlunin, sem Bild segir frá, fær framgang lýkur stríðinu líklega öðru hvoru megin við áramót og ekki seinna en næsta vor, í tæka tíð fyrir bandarísku forsetakosningarnar 5. nóvember á næsta ári. Stríðslok verða með eða án Selenskí sem forseta Úkraínu.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

$,€, ISK - money makes the world go around - afhverju ætti Selenski að semja meðan peningarnir streyma til hans 


og vonandi hætta íslensk stjórnvöld líka fjáraustri okkar skattpeninga til Úkraínu sem fólst meðal annars í að kaupa eitthvað tjaldskrifli á 2 miljarða og kalla það færanlegt sjúkrahús eflaust hefur mafían í Úkraínu grætt vel á því eins og öðru

Grímur Kjartansson, 25.11.2023 kl. 14:41

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sem betur fer er ég jafn oft sammála Páli ofurbloggara og ég er honum sammála. Þessi pistill finnst mér vel skrifaður og með upplýsingar sem eru réttar. 

Markmið Rússa eru fleiri en þessi yfirlýstu markmið. Ég vil bæta því við. Stjórnartíð Donalds Trump frá 2017 til 2020 var sennilega síðasta tækifærið fyrir Vesturlönd að gera sér Rússa vinveitta, en það gerðist ekki. Vaxandi tortryggni og óvild í garð Vesturlanda ríkir í Rússlandi - og víða. Rétttrúnaðarkirkjan er þar í fararbroddi, óvild gegn Wokeisma, 100 kynjum, femínisma og satanisma af öllum tegundum (yfirlýstum eða ekki).

Markmið Rússa er einnig að leggja Vesturlönd að velli, ef ekki hernaðarlega þá efnahagslega. Efnahagsstríð og efnahagsþvinganir hafa gert þá harðýðgari í garð Vesturlanda, ekki hefur verið spilað rétt gegn þeim.

Þannig að heimurinn stendur vissulega frammi fyrir 3. heimsstyrjöldinni núna sennilega frekar en nokkrusinni fyrr síðan 2. heimsstyrjöldinni lauk. Með Gazastyrjöldinni er það ljóst að þar myndast tvær fylkingar og einnig í Úkraínustríðinu. Kínverjar eru sömuleiðis tortryggnir í garð Vesturlanda og vilja sigra sem stórveldi, þótt diplómatískir séu mjög svo enn sem komið er.

Eins og bloggarinn Arnar Loftsson hefur fjallað um þá eru BRICS ríkin kannski voldugri en Vesturlönd, efnahagslega að minnsta kosti.

Það er ekki hægt að segja að pottþétt sé að Vesturlönd hafi alltaf betur.

Ómar Geirsson hefur rétt fyrir sér, að hætta er á 3. heimsstyrjöldinni, hún er við dyrnar.

Ingólfur Sigurðsson, 25.11.2023 kl. 16:43

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Geimur er buin að lata svart lita ut eins og hvitt og sco ofugt.

52 sinnum er vuið að raðast a Russnesku þhoðinai gegnum alirnar með tilheyeandi bloð baði fyrir Russa.

Nanast i ollum tilfellum voru það þaeir hinir sonu og kalla sig NATO og ESB... ROMCERSK KAÞOLSKA ELITAN!!

PAFIN SJALFUR !!!

Sco augljosl að.þa snyst þetta um að legga grisk kaþolska hlutan að vwlli en .. EKKU OFUGT .. og hefur þetta cerið  hluti af 900 qra stanslausu valda brolti VATIKANSUNS  með eingverskona heims yfirrað romversk kaþolsku kirkjunnar sem enda marmið...

SYÐ RUSSA FULLKIML GEGN ÞESSU OGEÐI.

KV

LUG

Lárus Ingi Guðmundsson, 25.11.2023 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband