Miđvikudagur, 15. nóvember 2023
Verkferlar á Glćpaleiti
Fréttaljósmyndari RÚV reyndi húsbrot í Grindavík og ćtlađi sér ađ brjóta á friđhelgi heimilisins. Heimilisfólki var skipađ, nauđugt viljugt, ađ yfirgefa heimili sitt. Yfirvöld hleyptu síđan fréttagangsterum RÚV inn á yfirlýst neyđarsvćđi. Fréttastofa RÚV virđir hvorki siđađra manna hćtti né lög og ţrćtir alltaf fyrir misgjörđir. Í ţetta sinn tjóađi ekki ađ neita, tilraunin til húsbrots og brots á friđhelgi einkalífs náđist á myndband.
Viđ erum vođa sorrí, segir Heiđar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV og kveđst ćtla ađ ,,skerpa á verkferlum."
Virkilega?
Verkferlar RÚV hafa hingađ til leyft ađkomu fréttastofu ađ byrlun, gagnastuldi, brotum á friđhelgi einkalífs og misţyrmingu fólks í bágindum. Tveir starfsmenn RÚV, Ađalsteinn Kjartansson og Ţóra Arnórsdóttir, eru sakborningar í lögreglurannsókn. Hvađ gerđi RÚV til ađ upplýsa ađild starfsmanna sinna ađ byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans? Helgi Seljan fréttamađur RÚV var í sambandi viđ andlega veikan byrlara Páls, fyrir og eftir verknađinn. Rakel Ţorbergsdóttir var fréttastjóri ţegar byrlun og stuldur fóru fram, í byrjun maí 2021. Öll fjögur eru hćtt en RÚV útskýrir ekki ađild sína ađ málinu. RÚV segir ekki eitt einasta orđ. Eru verkferlar RÚV ađ hylma yfir lögbrot?
Stjórn RÚV, tilnefnd af alţingi, er farin ađ átta sig á ađ ekki er allt međ felldu á stofnuninni. Fyrir sex vikum lét varaformađur stjórnar RÚV, Ingvar Smári Birgisson (ISB), bóka eftirfarandi í fundargerđ:
ISB árétti mikilvćgi ţess ađ fréttastofa starfi í samrćmi viđ lög og virđi friđhelgi borgaranna í hvívetna.
Ef stjórn fyrirtćkis eđa stofnunar ţarf ađ árétta ađ starfsmenn virđi lög og friđhelgi borgaranna er augljóst ađ um gjörspillta starfsemi er ađ rćđa. Eru til nokkur dćmi ađ varaformađur stjórnar stofnunar eđa fyrirtćkis bóki í fundargerđ ađ starfsmenn fari ađ lögum og virđi mannréttindi? Sjá menn ekki viđvörunarljósin? Loka menn augunum af ótta viđ ađ verđa fyrir ofsóknum ríkisfjölmiđilsins?
Ţrátt fyrir bókun varaformanns er áfram haldiđ ađ brjóta og bramla og valda saklausum miska. Fréttagangster RÚV reynir húsbrot á neyđarsvćđi í Grindavík. Heiđar Örn fréttastjóri segist skerpa á verkferlum. Fréttastjórinn getur ekki einu sinni skerpt á sjálfum sér.
Fréttastofa RÚV tekur lögin ítrekađ í sínar hendur og skeytir hvorki um heiđur né skömm. Vinnustađamenning sem elur á siđleysi og lögbrotum er fyrir löngu komin fram yfir síđasta söludag. Orđagjálfur um skerpingu verkferla viđ ţessar ađstćđur er siđblinda á hćsta stigi.
Ljósmyndari Rúv reyndi ađ fara inn í mannlaust hús | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Nu er fátt annađ eftir en ađ sendisveinn RÚV setji upp njósnavélar á kvennaklósettinu til ađ fullkomna starfsemina.
Ragnhildur Kolka, 15.11.2023 kl. 09:57
Ţađ verđur ađ birta nafniđ á innbrotsţjófi RÚV og ef enginn eđlileg skýring er á atferli hans ber ađ ađ reka hann úr starfi.
FORNLEIFUR, 16.11.2023 kl. 15:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.