Ríkið greiðir Heimildinni 3299 kr. fyrir hvern notanda

Útgáfan Heimildin fær frá ríkinu rúmar þrjú þúsund krónur fyrir hvern notanda miðilsins. Á Heimildinni starfa fjórir sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu. Brotaþoli er Páll skipstjóri Steingrímsson.

Páll skipstjóri skrifar grein á Vísir.is um hversu öfugsnúið er að ríkissjóður niðurgreiðir jaðarmiðil með vafasama dagskrá og sakborninga að störfum. Niðurgreiðslan er ekkert smáræði. Fyrir hvern notanda greiðir ríkið ígildi áskriftar, 3299 kr. Samtals fær útgáfufélag Heimildarinnar 54,7 milljónir króna. Notendur miðilsins eru skv. Gallup 15 þúsund.

Útgáfa eins og Heimildin þarf ekki að sýna fram á að hún eigi erindi til almennings. Engar kröfur eru af hálfu ríkisins að nokkur hafi áhuga á efninu sem Heimildin býr til, að ekki sé talað um hvort efnið standist faglegar kröfur.

Það liggur í hlutarins eðli að þegar þriðjungur ritstjórnar fjölmiðils er undir sakamálarannsókn  að ritstjórnarstefnan hlýtur að vera á skjön við lög og almannaheill. Heimildin er hæli afbrotamanna.

Páll skipstjóri er maður góðhjarta og sér aumur á ofsækjendum sínum. Hann kallar það góðverk að styrkja útgáfu sakborninga. Tilfallandi Páll sér aftur enga ástæðu til að ríkissjóður verðlauni siðlausan fjölmiðil með glæpsamlegan tilgang.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Undarlegt hversu blindir Píratar eru alltaf á sína galla og brenglað siðferði
Þó þeir gagnrýni alla aðra af miklum ofstopa

Vill að hlut­leysi sé for­senda ríkis­styrks fjöl­miðla - Vísir (visir.is)

Grímur Kjartansson, 8.11.2023 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband