Óvissa, sérfræðingar og fréttir

Enginn veit hvenær eða hvar gýs í nágrenni Grindavíkur. Þegar grannt er hlustað eftir áliti sérfræðinga kemur á daginn að þeir eru ekki fyllilega sammála. Ekki aðeins um hvar eða hvenær gjósi heldur einnig um réttan undirbúning og tímasetningar viðbragðsáætlana.

Í Grindavík og nágrenni, s.s. í Svartsengi, er rekin margháttuð atvinnustarfsemi sem óraunhæft er að loka á meðan fátt er vitað um hvar og hvenær eldsumbrot hefjast. Fólk vill skiljanlega lifa sínu daglega lífi án rýmingar og lokana nema þegar brýn nauðsyn kallar.

Óvissan er nagandi og þá reynir á sérfræðingana að segja ekki meira en sæmileg innistæða er fyrir. Ekki skal þó þvertaka fyrir að innsæi skiptir máli og er eðli málsins samkvæmt ekki auðmælanleg. Vitanlega ætti ekki að fara þá leið að semja handrit að samræmdri skoðun og krefja sérfróða að fylgja forskrift. Við óvissuna um hvar og hvenær eldsumbrot hefjast er betra að hafa fleiri sjónarmið en eitt er byggir á valdboði.

Fréttamenn sem krefja sérfræðinga svara um mál sem ekki er hægt að fullyrða neitt um án fyrirvara ættu að hafa taumhald á sér í framsetningu frétta. Undir er lífsviðurværi fólks sem ekki ætti að taka af léttúð. Samtímis eru möguleg eldsumbrot að umfangi er kallar á fulla árvekni.

Hugur manns er hjá Grindvíkingum.

 

 


mbl.is Kvikuinnstreymið miklu öflugra en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ef að þú Páll værir formaður almannavarna;

myndir þú þá loka Blá Lóninu á morgun

eða bíða eftir því að fyrsta hraunspían kæmi upp á yfir borðið?

Dominus Sanctus., 7.11.2023 kl. 09:03

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vandinn við að loka Bláa lóninu á morgun er að menn vita ekki hvenær eldsumbrot hefjast. Spurningin er lögmæt. Vandinn er að á talandi stundu er ekkert rétt svar við henni. Atburðarásin er ófyrirséð.

Páll Vilhjálmsson, 7.11.2023 kl. 10:09

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Kemur ekki oftast einhverskonar REYKUR upp úr jörðinni ÁÐUR 

en að hraunið sjálft brýst up; eða hvað?

Dominus Sanctus., 7.11.2023 kl. 15:09

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þau eldsumbrot sem hafa orðið á Reykjanesinu síðustu misseri segja okkur að vit fræðinga á hvar eða hvenær gýs, er ansi lítið. Ekki leið nema hálf klukkustund frá því eldfjallafræðingur fullyrti í sjónvarpi að hættan á eldgosi væri liðin hjá, þar til gjósa tók í Geldingadölum. Enn minni hætta var talin á gosi þegar gjósa tók við Litla Hrút, þá reyndar nokkuð fjarri þeim stað er fræðimenn ætluðu. Kannski er fólk brennt af þessu, sérstaklega þegar jörð rís hratt svo nærri byggð.

Samkvæmt myndum af upptökum gossins við Litla Hrút, sást enginn reykur stíga upp úr jörðinni áður en gosið hófst. Hvort slíkur reykur hafi sést fyrir eldsupptökin í Geldingadölum er ekki vitað, hitt er vitað að reykur steig þar nokkuð upp úr jörðu eftir að gosið var hafið, Dominus Sanctus. 

Svo getur fólk auðvitað deilt um hvort sé betra, að hafa vaðið fyrir neðan sig eða æða út í hylinn.

Gunnar Heiðarsson, 8.11.2023 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband