Mánudagur, 6. nóvember 2023
Hamas í Háskólabíó
Samstöðufundur með Hamas var haldinn í Háskólabíó í gær. Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir fundinum, fyllti salinn og gott betur, samkvæmt fréttum.
Yfirstandandi átakahrina milli Hamas hryðjuverkasamtakanna og Ísraels hófst 7. október. Hamas-liðar stóðu að fjöldamorðum í suðurhluta Ísrael, drápu um 1400 saklausa og tóku yfir 200 gísla.
Hryllileg morð framin með ólýsanlegri grimmd, handan þess sem hægt er að ímynda sér. Saklausar fjölskyldur urðu fyrir pyntingum, nauðgunum; líkamshlutar voru sneiddir af lifandi fólki.
Lýsingin er fengin frá bresku útgáfunni Telegraph. Hryllingurinn 7. október er skjalfestur, bæði með verksummerkjum og myndum sem Hamas-liðar tóku á meðan morðæðið stóð yfir. Hluti hryðjuverkaliða var felldur og myndefnið komst í hendur Ísraelsmanna.
Frelsa þarf Palestínu undan Hamas, segir Telegraph. Fyrr er ekki hægt að ræða frið. En það verður enginn friður í bráð. Hamas-fundurinn í Háskólabíó er lítið dæmi um víðtækan stuðning sem hryðjuverkasamtökin njóta á vesturlöndum. Hamas fær bæði siðferðis- og fjárhagslegan stuðning frá vestrinu. Blóðþorsti klæddur í smælingjasamúð.
Myndir: Fjölmenni á samstöðufundi með Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Zelenskyy er hylltur þó hann vilji engar friðarviðræður né vopnahlé því á meðan hefur hann fengið nær ótakmarkaða $
Netanyahus er fordæmdur fyrir alveg það sama en í hann er nú dælt $
Ef þeir og Hamas fengju enga $ frá utanaðkomandi aðilum þá mundu þessi stríð bara hætta strax
Grímur Kjartansson, 6.11.2023 kl. 08:21
Að kalla það stuðning við Hamas að krefjast þess að Ísrael hætti að drepa óbreytta borgara í þúsundavís mestmegnis konur og börn, er dálítið sérstakt.
Tryggvi L. Skjaldarson, 6.11.2023 kl. 11:41
Varst þú á fundinum í Háskólabíói? - Sennilega ekki.
Þú getur nálgast upptökur frá ræðum og dagskrá fundarins á Samstöðinni, ef þú hefur áhuga.
Það veldur mér annars verulegum vonbrigðum að lesa þessa færslu þína.
Jónatan Karlsson, 6.11.2023 kl. 19:55
Islendingar eru mestu gyðingahatarar heims.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2023 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.