Notendum RÚV fækkar um 35%

Í byrjun árs voru 89 þús. notendur á ruv.is, netmiðli RÚV. Núna eru þeir 58 þús. samkvæmt mælingum Gallup. DV er með tvöfalt fleiri notendur en RÚV, Morgunblaðið og Vísir fjórfalt fleiri notendur.

Sé horft á flettingar, þ.e. hversu oft notendur smella á efni í netmiðli, verður munurinn enn meiri. DV er með meira en fjórfalt fleiri flettingar en RÚV. Morgunblaðið og Vísir eru ljósárum á undan. RÚV mælist með 167 þús. flettingar en Morgunblaðið með yfir tvær milljónir og Vísir 1,7 milljón.

Í netmiðlun eru RÚV og Mannlíf í sama flokki. Heimildin skrapar botninn.

Á innan við ári hefur netmiðill RÚV tapað yfir 30 þúsund notendum. Það er afrek. Enginn annar fjölmiðill sýnir jafn mikið fall. Nema Fréttablaðið, sem hætti rekstri á árinu. Netmiðill Fréttablaðsins þótti alltaf lélegastur fjölmiðla en var samt fyrir ofan RÚV.

Stundum er sagt að fólk greiði atkvæði með fótunum þegar það leggur á flótta frá óboðlegum aðstæðum. Í netheimtum eru atkvæði greidd á lyklaborði tölvu og snertiskjá snjallsíma. Flóttann frá RÚV má jafna við hrun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Kemur vart á óvart. Skylduáskrift af Ruv á að afnema, ekki seinna en í gær. Fjölmiðlar eru notaðir í auknu mæli til að koma áróðri á framfæri, Ruv tekur fullan þátt í því. Blaðamenn eru oft illa að sér í málum sem þeir segja frá. Auðsjáanlegt að þeir nenna ekki að hafa fyrir því að búa til góðr og ígrundaða frétt. Málfar margra blaðamanna, heill kafli út af fyrir sig. Þýðingar þeirra úr útlenskum blöðum er oft á tíðum slök.

Ekki hissa að Heimildin skrapi botninn, það eru nú meira sorpritið eins og stundum er sagt.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 5.11.2023 kl. 10:16

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvað er RÚV?

Guðjón E. Hreinberg, 5.11.2023 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband