Séra Frišrik og slśšur Gušmundar

Gušmundur Magnśsson sagnfręšingur segist hafa fengiš įhuga į séra Frišriki Frišrikssyni, kristilegum ęskulżšsfrömuši į fyrri hluta sķšustu aldar, žegar hann las bréf Frišriks til Eggerts Claessen. Bréfin lķkjast įstarbréfum, segir Gušmundur, og vildi gera skil samkynhneigš ķ ,,gamla žjóšfélaginu."

Vinnutilgįta Gušmundar var aš ęskulżšsfrömušurinn, sem féll frį fyrir sextķu įrum, hafi veriš skįpahommi. En meš žvķ aš Gušmundur segir ekki frį öšrum heimildum um meinta samkynhneigš söguhetjunnar viršist eins og fjaraš hafi undan tilgįtunni į mešan verkinu stóš.

Žį teflir Gušmundur fram nafnlausri heimild um aš séra Frišrik hafi veriš barnanķšingur.  Ekkert samasemmerki er į milli žess aš vera hommi og barnanķšingur, žótt eitt śtiloki ekki annaš. Sagnfręšingurinn żtir undir grun um barnagirnd meš vķsun ķ tréstyttu af nöktum dreng og tali um ljósmyndir af berrassa strįkum ķ sundi. Slęr engu föstu en gefur undir fótinn.

Ętla mętti aš höfundur rekti žennan žrįš. Bįran getur ekki veriš stök hjį manni sem lifši og hręršist ķ heimi ungra drengja. Ekki er į höfundi aš skilja dęmin séu fleiri en eitt, nafnlaust. Vera kann aš fleiri stķgi fram enda auglżst eftir brotažolum.

Ķ helgarśtgįfu Morgunblašsins skrifar Rśnar Gušbjartsson sįlfręšingur og fyrrv. flugstjóri um barnskynni sķn af séra Frišriki. Rśnar fór ķ Vatnaskóg 1945 og var bošiš upp ķ herbergi til séra Frišriks. Rśnar skrifar:

Žegar ég kom inn bauš séra Frišrik mér aš setjast ķ kjöltu sķna sem ég žįši, jś, hann var séra Frišrik góši. Hann tók žéttingsfast utan um mig og setti vangann sinn į minn vanga og knśsaši mig og strauk ekki ósvipaš žvķ sem fašir minn gerši viš mig ķ mikilli gleši eša sorg. Hann ręddi viš mig žó nokkra stund, spurši nafns og hvar ég ętti heima, hvaš vęri gaman og svo framvegis. 

Frįsögn Rśnars gefur til kynna vęntumžykju séra Frišriks sem naut viršingar barna og fulloršinna samferšamanna. Ķ dag myndi ekki višgangast aš 10-11 įra strįkar fęru einir upp ķ herbergi meš fulloršnum og sętu ķ kjöltu. Tķmarnir voru ašrir um mišja sķšustu öld.

Vitnisburšur Rśnars śtilokar ekki aš ašrir drengir, ķ sömu stöšu, hafi fundiš til vanlķšunar ķ kjöltu séra Frišriks. En į mešan heimildin er ašeins ein um mann sem var įratugi ķ reglulegri umgengni viš kynslóšir drengja er ķ meira lagi hępiš aš fullyrša eitthvaš um meinta kynferšislega hįttsemi séra Frišriks gagnvart börnum. 

Śtkoman, segir enda Gušmundur sagnfręšingur, ,,er aš stórum hluta hefšbundin sagnfręšileg ęvisaga." Vinnutilgįtunni var varpaš fyrir róša og ekki unniš meš upplżsingar um meint barnanķš. Bara hefšbundiš. 

Eftir stendur ęvisaga kynnt meš slśšri. Gušmundur fer ķ hlutverk dramadrottningar: ég var nęrri hęttur viš, andvarpar hann, lķkt og ofraun hafi veriš aš plęgja sig ķ gegnum mišur gešžekkar frįsagnir. Vinnutilgįtan um dżrlinginn ķ skįpnum stóšst ekki. Leišangurinn į lendur barnanķšs skilaši nafnlausri heimild um žukl farlama gamalmennis. Heldur rżr eftirtekja. Kringumstęšurökin, tréstyttan og naktir strįkar ķ sundi, mętti leggja śt į annan og saklausari veg en Gušmundur gerir. Yfir vötnum svķfa tilvķsanir ķ margręša hómóerótķk lišins tķma til neyslu ķ samtķma sem žekkir ekki muninn į karli og konu, sekt og sakleysi. Skel hęfir žar kjafti.  

Sjįlfsagt ętlast Gušmundur til aš fólk kaupi ęvisöguna til aš ganga śr skugga um hvaša mann séra Frišrik hafši aš geyma. Lķkast til er leikurinn til žess geršur. Dylgjur höfundar eru ekki mešmęli. Höfundur sem talar ķ hįlfkvešnum vķsum um ęvi sögupersónu sem hann į aš hafa rannsakaš jįtar aš hann kunni ekki almennilega skil į višfangsefninu.  

Lķfshlaup flestra liggur um krókótta stķga fremur en beina braut. Vönduš ęvisaga gerir heišarleg skil persónu og samtķma hennar, hvatalķf og félagsleg umgjörš žess meštališ. Sagnfręšingur, sem annt er um verk sitt og višfangsefni, fylgir bók ekki śr hlaši meš slśšri nema annaš og sķšra bśi aš baki en aš lįta genginn mann njóta sannmęlis. Séra Frišrik į enga afkomendur er geta boriš hönd fyrir höfuš hans. Tilfallandi hafši hvorki af honum aš segja né kristilegum ęskulżšssamtökum sem tengd eru nafni hans. Óvilhöllum blasir žó viš aš atlagan aš minningu séra Frišriks byggir ekki į traustum grunni.  

Stytta er af séra Frišriki viš Lękjargötu. Sumir vilja fjarlęgja hana. Hafi séra Frišrik lagt óendurgoldna įst į Eggert Claessen er illa vegiš aš manni sem samfélagiš lokaši ķ skįp. Ef, į hinn bóginn, aš séra Frišrik hafi veriš haldinn barnagirnd og svalaš fżsn sinni į litlum drengjum žarf aš sżna fram į žaš meš trśveršugri hętti en einni nafnlausri heimild. Slśšur umritar ekki arfleifš séra Frišriks, nema kannski ķ fįeina daga į mešan umręšurokan stendur yfir. 

Ylli auglżsingabrella rithöfundar styttubroti į Lękjargötu yrši žaš ekki til vegsauka žeirra er fķflušust til verksins.

 


mbl.is Hętti nęr viš sögu séra Frišriks
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Įrni Stefįn Įrnason

Afburša skrif.

Įrni Stefįn Įrnason, 4.11.2023 kl. 11:23

2 Smįmynd: Birgir Loftsson

Góšan dag. Hann hefši įtt aš eyša žessari slśšursögu blašsķšu.  Ekki vönduš sagnfręšileg vinnubrögš. EF-saga į ekkert erindi ķ ęvisögubók ef žetta į aš flokkast undir ęvisögu.  Enn einn naglinn ķ kistu kristni į Ķslandi.

Birgir Loftsson, 4.11.2023 kl. 11:54

3 Smįmynd: Ragnhildur Kolka

Afi minn lżsir séra Frišriki svona į tķma Spęnsku veikinnar:

"Auk žess kom sķra Frišrik Frišriksson til okkar daglega, en hann var į feršinni frį morgni til kvölds, hjįlpandi og hughreystandi, matarlķtill og oft blautur ķ fęturna. Į hann beit ekkert, enda hef ég engan žekkt, sem hefur tekist jafnvel og honum aš beygja lķkama sinn og žarfir hans til hlżšni meš andlegri orku einni saman. (Śr myndabók lęknis, Pall V.G. Kolka). 

Vinįtta afa mķns og séra Frišriks hófs žega afi kom til Reykjavķkur til nįms, žį 13 įra gamall. Sś vinįtta stóš ęvina śt. Séra Frišrik er mér minnisstęšur žvķ hann varši 2-3 vikum į hverju sumri hjį žeim hjónum Björgu og Pįli įsamt nokkrum öšrum vinum afa frį nįmsįrunum. Mest spilušu vinirnir bridge, drukku kaffi og ręddu mįlin.

Ég er į aldur viš heimildarmanninn, kannski ķviš eldri og minnist séra Frišriks sem skjįlfhentu gamalmenni sem kjassaši okkur og klappaši og innti okkur eftir hvaš viš vęrum aš fįst viš. Ég į erfitt meš aš sjį fyrir mér aš vinįtta žessara tveggja manna hefši stašiš öll žessi įr ef afi minn hefši haft grun um aš eitthvaš gruggugt byggi ķ fari séra Frišriks.

Ragnhildur Kolka, 4.11.2023 kl. 14:57

4 Smįmynd: Jónatan Karlsson

RĮŠIŠ

Ljóš: Pįll J. Įrdal

Ef ętlaršu aš svķvirša saklausan mann,

Žį segšu aldrei įkvešnar skammir um hann,

En lįttu žaš svona ķ vešrinu vaka

Žś vitir, aš hann hafi unniš til saka.

En bišji žig einhver aš sanna žį sök,

Žį segšu, aš til séu nęgileg rök,

En nįungans bresti žś helzt viljir hylja,

Žaš hljóti hver sannkristinn mašur aš skilja.

Og gakktu nś svona frį manni til manns,

unz mannorš er drepiš og viršingin hans.

Og hann er ķ lyginnar helgreipar seldur

og hrakinn og vinlaus ķ ógęfu felldur.

En žegar svo allir hann elta og smį,

meš įnęgju getur žś dregiš žig frį,

og lįttu žį helzt eins og verja hann viljir,

žótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

Og segšu: ,,Hann brotlegur sannlega er,

en syndugir aumingja menn erum vér,

žvķ umburšarlyndiš viš seka oss sęmir.

En sekt žessa vesalings faširinn dęmir.”

Svo leggšu meš andakt aš hjartanu hönd.

Meš hangandi munnvikjum varpašu önd,

og skotrašu augum aš upphimins ranni,

sem ęskir žś vęgšar žeim brotlega manni.

Jį, hafir žś öll žessi happsęlu rįš,

ég held žķnum vilja, žś fįir žį nįš

og mašurinn sżkn verši meiddur og smįšur.

En mįske, aš žś hafir kunnaš žau įšur.

Jónatan Karlsson, 4.11.2023 kl. 17:53

5 Smįmynd: Siguršur Kristjįn Hjaltested

Snilldarpstill Pįll aš venju.

Og Jónatan, žvķlķk vķsa sem segir allt. Algjör snilld.

Siguršur Kristjįn Hjaltested, 4.11.2023 kl. 18:43

6 Smįmynd: Loncexter

Leišinlegt mįl. Vonum samt aš góšverk Frišriks hafi veriš fleiri og betri, en žvķ mišur horfa margir of stķft į einstaka hlišarspor manna.

Margir hafa hjį sér sterka tilhneigingu til aš nķša nišur Kristni sķ og ę, og eiga žvķ oft til aš breiša śt svona sögur af engu öšru tilefni.

Loncexter, 4.11.2023 kl. 18:51

7 Smįmynd: Jónatan Karlsson

Žetta įgęta ljóš Pįls J. Įrdals var rifjaš upp ķ frįbęrum og sannarlega tķmabęrum fluttningi Bergžóru Įrnadóttur heitinnar fyrir nokkrum įrum sķšan.

Jónatan Karlsson, 5.11.2023 kl. 10:50

8 Smįmynd: Heimir Lįrusson Fjeldsted

Takk fyrir góšan pistil.

Heimir Lįrusson Fjeldsted, 6.11.2023 kl. 21:54

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband