Valfrjáls áskrift að RÚV

Allir Íslendingar 18-70 ára eru skyldaðir í áskrift að RÚV. Útvarpsgjald er innheimt sem nefskattur á einstaklinga og lögaðila. RÚV er þó ekki annað en fjölmiðill og hann ekki ýkja merkilegur.

Löngu tímabært er að afnema skylduáskrift að ríkismiðlinum sem gengur sjálfala og án aðhalds. RÚV átti aðkomu að byrlunar- og símastuldsmáli vorið 2021. Lögreglurannsókn stendur yfir. Frá RÚV hefur ekki komið nein yfirlýsing um hvernig stofnunin ætlar að taka á málinu. Á hinn bóginn hafa nokkrir starfsmenn á fréttadeild látið af störfum fyrirvaralaust og án skýringa.

Leyndarhyggja er ráðandi á Efstaleiti. Ekki eru virtar eðlilegar leikreglur um miðlun upplýsinga stofnunar á framfæri ríkisins. Á stjórnarfundi 21. júní í ár var fjallað um starfsmannamál. Í fundargerð segir: ,,Kynntar voru upplýsingar um fjölda starfsmanna, stöðugilda og verktaka eftir mánuðum og heildargreiðslur til þessara hópa."

En það liggur ekkert fyrir á opinberum vettvangi um stöðugildi og verktaka. Það virðist einkamál útvarpsstjóra. Efstaleiti er lokaður heimur innvígðra sem stundar sjálftöku á opinberu fé og fer eftir lögum og reglum landsins aðeins þegar hentar.

Almenningur ætti að eiga val hvort hann kaupi áskrift af RÚV.


mbl.is Ríkismiðill með belti og axlabönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þetta er mjög góð skilgreining hjá þér.

Rúv er orði  að háfgerðu gayprode-bæli:

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-23-kvar-maeta-andstodu-a-vinnumarkadnum-394813

Dominus Sanctus., 24.10.2023 kl. 08:38

2 Smámynd: rhansen

Skilyrðislaust !

rhansen, 24.10.2023 kl. 09:41

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

RUV er stór stofnun og eflaust margir þar sem reyna að gera sitt besta
en það breytir því ekki að sumir eru þarna bara til að þjóna sínum áhugamálum og koma sínum skoðunum á framfæri á okkar kostnað

Grímur Kjartansson, 24.10.2023 kl. 10:43

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vilji hið opinbera endilega útdeila fjármunum fólks svo fjölmiðlar starfi hér áfram þarf það að gefa áskrift frjálsa. Líkt og með trúarhópa. Þá geta þeir sem kjósa RÚV gert það á meðan aðrir greiða til þess fjölmiðils sem þeir kjósa. Þeir lifa sem fólk vill njóta aðrir deyja. (Darwins endurvakinn).

Ragnhildur Kolka, 24.10.2023 kl. 18:05

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Ekki gleyma fyrirtækin, þau þurfa öll að greiða "afnotagjöld" til RÚV enda lögaðilar.

Birgir Loftsson, 24.10.2023 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband