73% Rússa styđja Úkraínustríđiđ

Eftir 20 mánađa stríđ í Úkraínu og mannfall sem hleypur á tugum ţúsunda styđja fleiri en sjö af hverjum Rússum stríđsreksturinn, samkvćmt óháđri skođanakönnun. Niđurstađan gengur ţvert á frásagnir vestrćnna meginstraumsfjölmiđla sem draga upp ţá mynd af rússneskum almenningi ađ hann sé mótfallinn stríđinu sem hófst í febrúar 2022.

Ţýska útgáfan Die Welt segir frá könnuninni sem gerđ er af Lewada. Die Welt er borgaraleg útgáfa og, líkt og flestir vestrćnir fjölmiđlar, höll undir málstađ Úkraínumanna. Ţannig talar útgáfan iđulega um stríđ Pútíns, líkt og ţađ sé einkaframtak forsetans. Die Welt rćđir viđ stjórnanda Lewada, Lew Gudkow.

Gudkow nefnir tvćr meginástćđur fyrir tiltölulega breiđum stuđningi rússnesks almennings viđ Úkraínustríđiđ. Í fyrsta lagi óttast Rússar ađ tapa ţjóđarsérkennum. Yfirlýst markmiđ yfirvalda í upphafi átaka var ađ verja Rússland vestrćnni ágengni Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sem kappsamlaga unnu ađ innlimun Úkraínu í hernađarbandalag vestursins, Nató. Međ Úkraínu sem bandamann ćttu vesturlönd allskostar viđ Rússland. Rússar vilji eiga her sem er i stakk búinn ađ verja landamćri ríkisins.

Seinni ástćđan er ađ ósigur í Úkraínu ylli kollsteypu heimafyrir, Pútín og ríkisstjórn hans myndu falla. Rússar muna niđurlćgingartímabiliđ frá 1991 til 2000 ţegar auđmenn, bćđi rússneskir og vestrćnir, sölsuđu undir sig ríkiseigur á međan almenningur átti vart til hnífs og skeiđar. Um aldamótin, ţegar Pútín tók viđ, hófst skeiđ stöđugleika og efnahagslegra framfara sem allur ţorri landsmanna naut ávaxtanna af. Árin eftir fall Sovétríkjanna voru hörmungarár í rússneskri sögu. Lítill áhugi er ađ endurnýja kynnin.

Blađamađur Die Welt spyr Gudkow hvort hann muni eftir óvćntum niđurstöđum úr skođanakönnunum. Eftir umhugsun kveđst Gudkow mun eftir einu svari sem stakk hann. Rússar voru spurđir hvort ţeir finndu til persónulegrar ábyrgđar á stríđsrekstrinum í Úkraínu. Ađeins tíu prósent sögđu já. ,,Allur ţorri manna skildi ekki einu sinni spurninguna," segir Gudkow.

Stríđiđ í Úkraínu fellur í skuggann af átökum Hamas og Ísrael, sem hófust 7. október. Á ţeim tveim vikum sem liđnar eru versnar stađa stjórnarhers Úkraínu. Sumarsóknin fór út um ţúfur. Rússar tóku frumkvćđiđ á vígvellinum. Engar fréttir eru af friđarviđrćđum. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og reyndar Hamas líka í stríđinu viđ Ísrael.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.10.2023 kl. 17:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband