Trúarstríð, bandalag íslam og vinstrimanna

Þýskt stéttafélag lögreglumanna segir trúarstríð geisa á götum Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Dálkahöfundur Telegraph segir ,,sjúklegt" gyðingahatur á vesturlöndum.

Tilefni trúarstríðsins og gyðingahatursins er átök Ísraela og Hamas. Þau hófust 7. október með fjöldamorðum Hamas á almenningi í Ísrael.

Margir múslímar telja átökin vera á milli trúarsannfæringar, íslam annars vegar og hins vegar gyðingdóms. Víða í Vestur-Evrópu eru fjölmenn samfélög múslíma, t.d. í Berlín.

Margir vestrænir vinstrimenn líta svo á að Ísrael sé nýlenduveldi er sitji yfir hlut araba í landinu helga. Pólitík bætist við landlæga gyðingaandúð.

Bandalag íslam og vinstrimanna býr til pólitíska orku sem má leysa úr læðingi með falsfréttum að Ísraelar stundi fjöldamorð s.s. með árás á sjúkrahús.

Ísraelsríki var stofnað 1948. Yfirstandandi átök eru ekki ólík mörgum fyrri í 75 ára sögu Ísrael.

Mótmælin til stuðnings Hamas síðustu daga í Vestur-Evrópu gefa til kynna að bandalag múslíma og vinstrimanna sé sterkara en áður.

Almennt eru vestrænir vinstrimenn ekki trúaðir, fremur halla þeir sér að guðlausri veraldarhyggju. Ef dæmigerður vinstrimaður yrði að velja sér búsetu og valið stæði á milli Ísrael eða  múslímaríkis, t.d. Egyptalands, Írak eða Íran, myndi sá dæmigerði velja Ísrael sem byggir á vestrænum gildum.

Múslímar á vesturlöndum kjósa vestræn lífskjör en hafna samfélögum þar sem íslam ræður ríkjum. Almennt eru lífsgæðin síðri í múslímaríkjum og mannréttindi í skugga trúarsetninga.

Það sem sameinar múslíma og vinstrimenn, fyrir utan gyðingaandúð, er hatrið á vestrænum gildum og lífsháttum. Mótsögnin er að hvorugur hópurinn, múslímar og vinstrimenn, vilja vera án vestrænna lífsgæða. 

Svo vill til að á íslensku var á 13. öld skrifað um sálarástand vestrænna múslíma og vinstrimanna. Greiningin er lögð í munn blóðþyrstrar konu sem ellimóð sagði forvitnum syni sínum hver stæði hjarta hennar næst af föllnum ástmönnum. ,,Þeim var ég verst er ég unni mest."

 


mbl.is 65 lögregluþjónar særðir í Berlín: „Brennið allt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

2 Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull og hald eigi kyrru fyrir, ó Guð!

Því sjá, óvinir þínir gjöra hark, og hatursmenn þínir hefja höfuðið, 4 þeir bregða á slæg ráð gegn lýð þínum, bera ráð sín saman gegn þeim er þú geymir.

5 Þeir segja: Komið, látum oss uppræta þá, svo að þeir séu ekki þjóð framar, og nafns Ísraels verði eigi framar minnst!

6 Því að þeir hafa einhuga borið saman ráð sín, gegn þér hafa þeir gjört bandalag: 7 Edómtjöld og Ísmaelítar, Móab og Hagrítar, 8 Gebal, Ammon og Amalek, Filistea ásamt Týrusbúum. 9 Assúr hefir einnig gjört bandalag við þá og ljær armlegg sinn Lots-sonum. (Sálmur 83)

Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.10.2023 kl. 09:56

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð greining. 

Ragnhildur Kolka, 20.10.2023 kl. 11:49

3 Smámynd: Hörður Þormar

Í viðtali á sjónvarpsstöðinni "Vis Avis" ræðir arabísk-ísraelski sálfræðingurinn Ahmad Mansour um æsku sína. Þar lýsir hann því hvernig hann ólst upp við skilyrðislausa föðurhlýðni með áherslu á barsmíði. T.d. var hann lúbarinn fyrir að leika sér við jafnaldra stelpu þegar hann var sex ára gamall. Þetta uppeldi sé ríkjandi í hinum íslamska heimi og móti hann.

Jafnframt því sem Íranska klerkastjórnin hefur búið Hamas á Gaza undir "heilagt stríð" með eldflaugum og öðrum vopnum, þá hefur hún ofsótt írönskar konur sem ekki bera slæður eða vefja þær ekki um höfuð sitt á réttan hátt. Nú bregður svo við að femínistar og "góða fólkið", m.a. á Íslandi rís upp og snýst á sveif með þessari klerkastjórn. Hvað veldur?

Hörður Þormar, 20.10.2023 kl. 14:07

4 Smámynd: Loncexter

Eru gyðingar ísraelsmenn, eða voru þeir það upp að vissum tímapunkti ? ath. það.

Loncexter, 20.10.2023 kl. 16:20

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað Ísraelsmenn áttu að gera þegar Hamars hriðjuverkamenn reðust inn í Ísrael og skutu sprengjum á þá? 

Sigurður I B Guðmundsson, 20.10.2023 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband