Glæpur Samtakanna 78 óupplýstur

Samtökin 78 kærðu til lögreglu líkamsárás þriðjudaginn 26. september. Jafnframt kæru til lögreglu tilkynntu Samtökin 78 glæpinn með Facebook-færslu. RÚV segir daginn eftir atvikið

Ráðstefnugestur Samtakanna 78 var fluttur á slysadeild eftir líkamsárás í miðborginni í gærkvöld. Lögregla var kölluð til. Samtökin greina frá þessu í færslu á Facebook og segja að líðan mannsins sé eftir atvikum. 

Maðurinn var útlendur og daginn eftir fór hann með flugvél heim til sín. Samtökin 78 gerðu því skóna að um væri að ræða hatursglæp án minnstu sannana að svo væri. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði í viðtali daginn eftir atvikið að kærðan glæp ætti að setja í samhengi við skort á löggjöf sem takmarkar tjáningarfrelsið. Framkvæmdastjórinn nánast krefst þess að Samtökin 78, og áhugamál þeirra, fái friðhelgi frá gagnrýni. Að öðrum kosti verði barsmíðar og líkamsmeiðingar. Gefum honum orðið:

Daní­el átti fundi með Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í gær og seg­ir þær báðar líta málið al­var­leg­um aug­um. 

„Við rædd­um um mál­efn­in í stóru sam­hengi. Hat­ursorðræðu og hat­urs­glæpi, þessi lög­gjöf í for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins er ekki á þing­mála­skrá rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar núna, en ég veit að for­sæt­is­ráðherra ætl­ar að beita sér í mál­inu,“ segir Daní­el.

Daní­el E. Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna 78 er þungvopnaður andstæðingur frjálsrar hugsunar. Hann segir nánast að Reykjavík sé ekki hótinu skárri en Gaza-ströndin fyrir fólk í regnbogalitum. Ástæðan sé að enn hafi Íslendingar mál- og tjáningarfrelsi. Það er ekki einu sinni vitað hvort meintir gerendur séu læsir á íslensku.

Þrátt fyrir að kæra meintan glæp og tilkynna á Facebook-síðu gáfu Samtökin 78 fjölmiðlum ekki færi á að spyrja skjólstæðing sinn, þolanda glæpsins. Ekki eru fréttir hve alvarleg árásin var og hvaða miski hlaust af. Þolandinn var ferðafær daginn eftir atvikið og fór heim og þegir stíft, ólíkt talsmönnum Samtakanna 78.

Atvikið átti sér stað í miðborg Reykjavíkur. Þar er krökkt af eftirlitsmyndavélum. En málið er óupplýst eftir þrjár vikur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir málið hið undarlegasta. Haft er eftir Grími að ,,mjög óalgengt" sé að glæpir af þessu tagi séu óupplýstir.

Cui bono, hver hagnast, er spurt um óupplýstan glæp.

Fjölmiðlaherferðin í kjölfar atviksins þriðjudaginn 27. september svarar spurningunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Semsagt sviðsett.

Guðmundur Böðvarsson, 14.10.2023 kl. 11:47

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Að sjálfsögðu var þetta allt sviðsett.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.10.2023 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband