Bjarni stal handriti vinstrimanna

Vinstrimenn urðu klumsa við afsögn Bjarna Ben. fjármálaráðherra. Í fyrirspurnartíma á alþingi, oft kallaður ,,hálftími hálfvitanna", gátu þeir ekki borið fram eina einustu spurningu til Bjarna.

Samt var allt til reiðu. Umboðsmaður alþingis búinn að birta álit sitt. RÚV með beina útsendingu líkt og löngum áður er mikið liggur við að koma höggi á aðalandstæðinga vinstrimanna. En hvorki kom hósti né stuna upp úr æsingarliðinu.

Halldóra pírati gat aðeins slegið fram eineltisfrasa um að Bjarni ætti ekki að vera á alþingi. Þingmaður Viðreisnar, sem farið hafði mikinn í fjölmiðlum, sat þögull, hnípinn og mögulega edrú. Siða-Sunna og Arndís vegabréfasali létu ekki á sér kræla. Kristrúnu var hvergi að sjá í hálftímanum; líklega upptekin að telja seðla upp úr lukkupottinum.

Hvað gerðist?

Jú, með afsögninni stal Bjarni handriti vinstrimanna. Ekki aðeins þeirra sem sitja í stjórnarandstöðu heldur einnig Vinstri grænna sem jafnan nota upphlaup í frekjukast á stjórnarheimilinu.

Nú stritast vinstrimenn við að skrifa nýtt handrit. En þeir þurfa að elta frásögnina. Sjaldgæf staða spunaliðsins. 


mbl.is „Af hverju er hann hérna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Beittur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2023 kl. 08:56

2 Smámynd: rhansen

Grenjandi  snild !

rhansen, 13.10.2023 kl. 12:40

3 Smámynd: Skúli Jakobsson

Hrein unun.

Skúli Jakobsson, 13.10.2023 kl. 17:48

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vegabréfasali er alltof fyndið

Sleggjan og Hvellurinn, 13.10.2023 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband