Fimmtudagur, 12. október 2023
Oddný og Jóhann Páll auglýsa þögn Kristrúnar
Á alþingi í gær fóru mikinn Oddný G. og Jóhann Páll þingmenn Samfylkingar vegna afsagnar Bjarna fjármálaráðherra. Bæði töldu ekki nóg gert; Bjarna ætti að úthýsa úr stjórnmálum.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar tók ekki til máls, a.m.k. þannig að eftir væri tekið i fjölmiðlum.
Tilfallandi bloggaði í gærmorgun:
Kristrún Frostadóttir varð uppvís að skattaundanskoti vegna 100 milljón króna hagnaðar af kauprétti á hlutafé í Kviku banka. Hún hefur þegar játað verknaðinn, en ekki lagt fram nein gögn til að upplýsa málið. Formaður Samfylkingar lítur svo á að skattaundanskot sé einkamál geranda. Þolendur eru íslenskur almenningur, breiðu bökin sem bera þunga skattbyrði. Áður hafði Kristrún þverneitað skattaundanskotum og kallað hagnaðinn ,,lukkupott" sem væri undanþeginn tekjuskatti.
Er þar komin ástæðan fyrir þögn Kristrúnar formanns Samfylkingar?
Segir Bjarna hafa gefið sér ímyndaða armslengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Ben ber af þessu fólki. Heiðarlegur og drengur góður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.10.2023 kl. 10:03
Verð að taka undir orð Heimirs .nkl sami leikurinn i gangi og með SDG forðum Og sami söfnuður á bak við bæði málin !!
rhansen, 12.10.2023 kl. 13:26
Segjum þjú.
Ragnhildur Kolka, 12.10.2023 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.