Ţriđjudagur, 10. október 2023
Perluhöfn og Hamas, pólitík launsáturs
Árás Japana á Perluhöfn 7. desember 1941 breytti gangi seinna stríđs. Bandaríkin hrukku í stríđsgír. Fjórum árum síđar blasti viđ ósigur Ţjóđverja í Evrópu og Japana í Asíu. Árás Japana var úr launsátri og, séđ í baksýnisspegli, gerđ af sjálfsmorđshvöt. Bandaríkin máttu vita ađ keisarastjórnin í Tokyo bruggađi launráđ.
Árás Hamas á Ísrael sl. laugardag, 7. október, var laumuspil sem enginn átti von á. Ţađ er ráđandi frásögn. Kurlin eru ekki öll komin til grafar.
Íran er bakhjarl Hamas. Klerkastjórnin í Tehran er umhugađ ađ vinahót Ísrael og Sádí-Arabíu verđi ekki ađ bandalagi. Íranar og Sádar eru keppinautar um valdastöđu í miđausturlöndum. Kína er náinn bandamađur Íran og Rússar eiga í hernađarsamvinnu viđ klerkastjórnina. Frá fornu fari eru Sádar skjólstćđiingar Bandaríkjanna ţótt heldur hafi kólnađ ţar á milli.
Viđbrögđ Rússa og Kínverja viđ árásinni á Ísrael eru á sömu lund, tveggja ríkja lausnin. Diplómatískt orđalag um ađ átökin megi gjarnan dragast á langinn.
Bandaríkin sjá fram á ađ Úkraína tapi stríđinu viđ Rússa. Eldglćringar milli Araba og Ísrael gera Úkraínustríđiđ lítilfjörlegra. Freistandi fyrir Bandaríkin er ađild ađ ísraelskum sigri. Ófarir í sléttustríđinu falla í skuggann.
Árás Hamas fćrir Netanjahú forsćtisráđherra Ísrael tćkifćri til endurnýjunar pólitískra lífdaga. Pólitísk kreppa er viđvarandi í Ísrael síđustu ár. Ekkert sameinar ţjóđríki eins og stríđ. Gott var á milli Netanjahú og Pútín til skamms tíma. Ísrael studdi ekki Úkraínu međ vopnasendingum framan af en mun hafa fyrir ţrýsting Bandaríkjanna útvegađ Úkraínu skotfćri. Lítil kátína međ ţađ í Kreml.
Árásir úr launsátri, ţćr sem heppnast, t.d. á Perluhöfn, á tvíturnana 11. september 2001 og nú Hamas-árásin, eru rafstuđ fyrir ţann er fyrir verđur. Bandaríkin lögđu upp í stríđsástök í Afganistan, Írak, Libýu og Sýrlandi eftir tvíturnaárásina.
Ísrael gćti, međ stuđningi Bandaríkjanna, sett sér stćrra markmiđ en ađ refsa Hamas. Íran gćti orđiđ beinn ađili ađ átökunum, t.d. eftir ísraelska árás.
Stofnun Palestínuríkis áreiđanlegasta lausnin | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.