Hamas fćrir Pútín afmćlisgjöf

Pútín átti afmćli í gćr. Árás Hamas á Ísrael er afmćlisgjöf múslímaheimsins til forseta Rússlands. Afmćlisgjöfin fćrir Rússum sigurstöđu í Úkraínu.

Dálítiđ langsótt, ekki satt? Kannski.

Árás Hamas á Ísrael setur ţjóđríki eftirlifenda helfararinnar í mesta hćttu í hálfa öld, frá Yom Kippur-stríđinu 1973, sem, raunar, hófst 6. október. Ekki ađeins eldflaugaárásir heldur sćkja Hamasliđar inn á ísraelskt land. Götubardagar eru í ţorpum í Suđur-Ísrael ţar sem m.a. lögreglustöđ var hertekin. Gíslar teknir og fćrđir á Gaza-ströndina.

Árásin er víđtćk sem ţýđir ađ undirbúningurinn stóđ marga mánuđi. Hamas er ekki í stakk búiđ ađ fjármagna og skipuleggja árásina án utanađkomandi stuđnings. Helsti bakhjarl Hamas er klerkastjórnin í Íran, sem á náiđ hernađarsamstarf viđ Rússa.

Ísrael er vestrćnt verkefni í miđausturlöndum í siđferđislegum, trúarlegum, sögulegum, menningarlegum og efnahagslegum skilningi. Án vestrćns stuđnings ekkert Ísrael. Punktur.

Úkraínu er haldiđ uppi af vestrinu. Ef ekki vćri fyrir vestrćn hergögn og fjármagn hefđu Rússar sigrađ Úkraínu á nokkrum mánuđum. Nú ţegar er taugaveiklun í Kćnugarđi um framhald bandarískrar ađstođar í ljósi deilna á bandaríska ţinginu um fjárlög.

Međ árás Hamas á Ísrael er barist um vestrćnan stuđning á tvennum vígstöđvum. Vestriđ er ekki í fćrum ađ halda uppi tveimur skjólstćđingum í stríđi, sem báđir eru ţungir á fóđrum.

Vestriđ tekur Ísrael alltaf fram yfir Úkraínu. Ef Rússar sigra fćr úkraínska ţjóđin friđ. Ef Hamas-Íran bandalagiđ sigrar hefst seinni hálfleikur helfararinnar.

Eina von Úkraínu er ađ stríđ Ísrael viđ Hamas standi stutt yfir. Yom Kippur 1973 stóđ í tćpar ţrjár viku og stríđiđ 1967 í sex daga. Árásin í gćr er hernađarlegur og pólitískur ósigur fyrir Ísraela. Hćpiđ er ađ nokkrir dagar nćgi til ađ rétta hlut stjórnarinnar í Jerúsalem. Frekar vikur ef ekki mánuđir.

Stuđningur viđ Úkraínu dofnar undanfariđ. Ef mál skipast ţannig ađ spurt verđi hvort eigi fremur ađ senda dollara og evrur til Kćnugarđs eđa Jerúsalem er fyrsti, annar og ţriđji kosturinn borg frelsarans.

Hamas er skćruliđahópur og stenst Ísraelsher ekki snúning á vígvellinum. En ţađ er ekki barist á sléttum líkt og í Garđaríki heldur einu ţéttbýlasta svćđi jarđarinnar, Gaza-ströndinni. Sjálfkrafa verđur blóđtollur almennra borgara hár. Ţađ veit á stigmögnun átaka. Enn er Vesturbakkinn, hin meginbyggđ Palestínumanna í Landinu helga, til friđs. Mögulega ekki lengi.

Gerđi Pútín samkomulag viđ Hamas međ milligöngu Írans? Ómögulegt ađ segja og yrđi seint eđa aldrei sannađ. Víst er ađ Rússar eru í ţann veginn ađ hefja ađgerđir í Úkraínu sem ţeir binda vonir ađ greiđi stjórninni í Kćnugarđi nćgilega ţungt högg til ađ hún riđi til falls. Ţurrđ á vestrćnum stuđningi gćti gert útslagiđ. Ótti um stöđu Ísraels auđveldar hálfvolgum í Úkraínutrúnni ađ stökkva á Jerúsalemvagninn. Ţađ fara ekki tveir fullir vagnar af ađstođ til Garđaríkis og Landsins helga. Annar verđur tómur.

Hamas-árásina á afmćlisdegi Pútín má skýra sem tilviljun. Líkt og hrap flugvélar Prigsósjín.

 


mbl.is Yfirlýsing um hernađarađstođ vćntanleg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Hefur ekkert međ múslímaheiminn ađ gera. Ţú veist betur.

Bestu kveđjur.

Guđjón E. Hreinberg, 8.10.2023 kl. 14:46

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Benjamín Netanyahu og ríkisstjórn Ísraels vill ekki lengur stóla á né vera um of í bandalagi viđ Bandaríkin ţví ţađ gengur ekki upp. Ný stefna Ísraels er ađ balansera á milli ţeirra tveggja til ţriggja póla sem nú eru ađ myndast í eins konar nýju köldu og heitu stríđi.

Moskva og Jerúsalem eru ţví ađ minnsta kosti nćstum jafnmiklir vinir og Jerúsalem og Washington. Hefur ţví Moskva í langan tíma stutt og sýnt Ísrael skilning í ađstćđum eins og ţeim sem nú hafa myndast. Hefur Jerúsalem ţví ţegar afţakkađ hernađarlega ađstođ úr vestri, amk. í bili.

Bandaríkjastjórn veit ţetta og hefur ţví undanfarin ár veriđ ađ reyna ađ grafa undan samheldni innan landamćra Ísraels ala Kćnugarđsađferđin frá 2014.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.10.2023 kl. 16:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband