Meðvitundin er kynlaus, líkaminn ekki

Nýburi er með líkamlegt kyn, annað tveggja sveinbarn eða meybarn. Nýfætt barn er einnig með meðvitund, sé það ekki andvana.

Meðvitund er huglægur þáttur heilastarfseminnar. Læknavísindin vita ekki tenginguna þar á milli. Vita þó að hvorugt getur án hins verið; meðvitund þarf heila og heili í vakandi ástandi er með meðvitund.

Ólíkt líkamanum er meðvitundin kynlaus. Það leiðir af sjálfu sér. Meðvitundin er óefnislegur þáttur heilastarfseminnar. Það sem er huglægt getur ekki haft líffræðilegan eiginleika á borð við kyn. Ekki frekar en að tilfinningar eins og ást, hatur, afbrýði og góðvild séu af öðru hvoru kyninu. Tilfinningar, sem slíkar, eru kynlausar. Líkt og meðvitundin.

Flestir ganga að kyni sínu vísu enda er það meðfætt. Fáeinir ímynda sér að hafa meðvitund af öðru kyni en líkaminn er. Ímyndun fárra breytir ekki hörðum staðreyndum lífsins. Kyn er hlutlægt og áþreifanlegt. Meðvitundin er huglæg en ekki efnisleg og þar af leiðandi kynlaus. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er allt saman satt og rétt hjá þér.

Spurningin er hvort að við getum KRISTNAÐ  fólkið á alþingi í þessum málum

þannig að það fólk hafi KJARK  til að nema þessi ólög úr gildi?:

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html

Jón Þórhallsson, 4.10.2023 kl. 09:14

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

P.s. Það  er rétt að taka það fram að það setja ekki allir sömu mekinginu í liti.

Hérna kemur útskýringin á hausnum í mínu bloggi: 

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2293057/

Jón Þórhallsson, 4.10.2023 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband