Þórður Snær komst í sjúkraskýrslur Páls skipstjóra

Ritstjóri Heimildarinnar, Þórður Snær Júlíusson, fékk aðgang að sjúkraskýrslum Páls skipstjóra Steingrímssonar, líklega fyrir tilstilli svikuls starfsmanns í heilbrigðisþjónustunni. Páll skipstjóri hefur greint frá óeðlilega mörgum flettingum í sjúkraskýrslum sínum, 1550 alls. Skipstjórinn hyggst kæra málið.

Alvarlegt er að upplýsingum úr sjúkraskýrslum einstaklinga sé lekið í til óviðkomandi aðila. Brotið er á persónuvernd brotaþola og gerendur brjóta starfsskyldur sínar. Þórður Snær hefur áður sýnt að honum er slétt sama þótt aðrir líði önn fyrir frama hans sem verðlaunablaðamanns.

Þórður Snær er sakborningur í yfirstandandi lögreglurannsókn á byrlun skipstjórans og stuldi á síma hans. Þórður Snær birti efni úr síma Páls í Kjarnanum, sem síðar sameinaðist Heimildinni.

Í varnargrein Þórðar Snæs síðast liðið haust kemur fram að hann hafi aðgang að sjúkraskýrslum skipstjórans. Ritstjórinn skrifar

Það liggja fyrir sjúkra­skýrsl­ur, bæði frá Akur­eyri og Reykja­vík, þar sem skýrt kemur fram...

og

Á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri, þann 4. maí 2021, voru fram­kvæmdar fjöl­margar rann­sóknir á Páli

Þórður Snær gæti ekki skrifað ofanritað nema hafa aðgengi að sjúkraskrá Páls skipstjóra. Hann fær gögn um framvindu lögreglurannsóknarinnar þar sem ritstjórinn er sakborningur. Í þeim gögnum eru ekki sjúkraskýrslur Páls skipstjóra.

Auk Þórðar Snæs eru þrír blaðamenn á Heimildinni sakborningar og ritstjóri á RÚV, Þóra Arnórsdóttir. Þóra lét af störfum hjá ríkisfjölmiðlinum eftir að upplýst var að hún keypti í apríl 2021 síma sem notaður var til að afrita símtæki Páls skipstjóra stuttu síðar.

Þáverandi eiginkona skipstjórans byrlaði Páli 3. maí 2021, stal síma hans og afhenti blaðamönnum. Aðgerðin var þaulskipulögð. Eftir afritun var síma skipstjórans skilað á sjúkrabeð hans. Vegna byrlunarinnar hann meðvitundarlaus á þriðja sólarhring. Bæði fyrir og eftir byrlun voru blaðamenn í samskiptum við konuna, sem glímir við erfið andleg veikindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Enn bætist á sakaskrá verðlaunablaðamannsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2023 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband