Lilja: RÚV er ekki alvöru fjölmiðill

RÚV býr til staðreyndir úr skoðunum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hafði þá skoðun að Samherji hefði mútað namibískum stjórnmálamönnum. Skoðun Jóhannesar stóðst ekki prófstein veruleikans, samanber sakamálarannsóknir á Íslandi og Namibíu, en RÚV birti skoðun Jóhannesar sem staðreynd. Enginn fjölmiðill með snefil af sjálfsvirðingu gerir skoðun áfengis- og eiturlyfjafíkils að staðreynd.

RÚV skáldaði, og kallaði staðreynd, að Íslendingar hefðu verið ákærðir í Namibíu. Enginn var Íslandsmaðurinn ákærður þar syðra. RÚV flutti sína skoðun sem staðreynd en hún reyndist staðleysa, lygi.

Lilja Alfreðsdóttir fjölmiðlaráðherra ávarpaði útvarpsþing RÚV í gær á Glæpaleiti - afsakið - Efstaleiti. Undir rós sagði Lilja að RÚV væri ekki alvöru fjölmiðill.  Lilja sagði mikilvægt að styrkja

rit­stýrða al­vöru fjöl­miðla, til þess að gera meiri grein­ar­mun á því sem er byggt á þekk­ingu, staðreynd­um og hins veg­ar skoðunum.

RÚV uppfyllir ekki skilyrði ráðherra um alvöru fjölmiðil. Fyrir utan að gera staðreyndir úr skoðunum eiga fréttamenn RÚV aðild að glæpum, s.s. byrlun og gagnastuldi, auk misþyrminga á andlega vanheilum einstaklingum og alvarlegu broti á friðhelgi almennra borgara. Ríkisskoðunarveitan hefur aukinheldur á sínum snærum skattsvikara sem svíkjast um að borga til samneyslunnar, sem RÚV lifir þó á. 

Lilja boðar aukið valfrelsi almennings til að velja sér fjölmiðil í áskrift. Í dag er skylduáskrift að RÚV. Framsókn myndi sópa til sín atkvæðum með því að afnema skylduáskriftina. Þar með mættu skuggastjórnendur ríkisfjölmiðilsins, starfsmennirnir og vinstrisinnaðir velunnarar, standa undir rekstrinum. Útvarp Saga fengi verðugan keppinaut.

 


mbl.is Boðar skattaafslátt fyrir áskrifendur að fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það væri óskandi Páll að þetta fyrirbæri sem RUV er, yrði

lagt sem allra fyrst niður, almennings vegna.

Hundruð milljóna myndu sparast og falsfréttir leggjast af.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.9.2023 kl. 13:15

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alvöru fréttamiðlun kostar peninga og þeir sem vilja vera upplýstir þurfa að sýna að þeir vilji vera það. Það þýðir að það þarf að leggja fé af mörkum. Úr eigin vasa. RÚV kemst upp með að vera pólitískt gjallarhorn starfsmannaklíku af því að það fær greitt hvort sem það flytur fréttir eða ekki. Og hvort sem þær eru sannar eða lognar. Hingað til hefur ráðherra ekki getað tryggt að ritstýrt efni á RÚV sé sannleikanum samkvæmt. Hvernig ætlar hann þá að ganga úr skugga um hvað eru "alvöru fjölmiðlar"? Best væri að taka RÚV af jötunni og leyfa hverjum og einum að velja þann miðil sem hann kýs sjálfur. 

Ragnhildur Kolka, 29.9.2023 kl. 13:39

3 Smámynd: rhansen

ÞAÐ ER ENGUN BJÓÐANDI AÐ BORGA ÞAÐ GJALD SEM RÚV KREFST FYRIR ENGAR FRETTIR .!!

NU ER KOMIN TIMI FRELSIS OG HVER FAI AÐ VELJA SER SINN MIÐIL   TIL HLUSTUNAR 

rhansen, 29.9.2023 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband