Miðvikudagur, 27. september 2023
Vísindi eru viðskipti og trú, einkum loftslagsvísindi
Tímaritið Nature er háborg náttúruvísindanna. Vísindamenn sem fá birtingu í Nature eiga greiðari aðgang að rannsóknafé og fá betri stöður í háskólum og rannsóknastofnunum en hinir sem ekki fá birt. Vísindamenn sem leggja fram greinar í Nature skrifa sölubréf fyrir sjálfa sig; útskýra hvers vegna tímaritið ætti að birta viðkomandi grein.
Tvennt ræður mestu um hvort Nature birtir greinar. Í fyrsta lagi hvort boðskapurinn falli að ráðandi frásögn. Í tilfelli loftslagsvísinda er ráðandi frásögn að manngert veðurfar sé ríkjandi á jörðinni, en ekki náttúrulegt. Í öðru lagi hvort vísindagreinin sé líkleg til að verða umfjöllunarefni meginstraumsmiðla.
Ofanritað er allt fengið úr viðtali við Patrick Brown loftslagsvísindamann á Unheard. Brown kom við sögu nýlega hjá tilfallandi. Þar sagði
Loftslagsvísindamaðurinn Patrick Brown fékk birta grein í vísindaritinu Nature, sem þykir hvað virtast á sviði náttúruvísinda. Greinin var um áhrif loftslagsbreytinga á skógarelda. Eftir birtingu tísti Brown á X, áður Twitter, að hann hafi litið framhjá öðrum atriðum er yllu skógareldum s.s. lélegri grisjun skóga og íkveikju af mannavöldum.
Í viðtalinu á Unheard útskýrir Brown nánar hvað honum gengur til með að gagnrýna eigin vísindagrein um leið og hann veitir innsýn í viðskiptamódel loftslagsvísindanna. Stutta útgáfan er að Brown ofbýður fals og undirferlið sem beitt er til að halda ráðandi frásögn á lofti.
Vísindamenn velja rannsóknir sem gefa vel í aðra hönd. Vísindatímarit birta það sem best selst. Sannindi eru aukaatriði, ráðandi frásögn aðalatriði. Rétt eins og í trúarbrögðum.
Vísindamenn sem standa undir nafni vita vel að ráðandi frásögn er kredda sem ekki rímar við grunnatriði vísindalegrar þekkingar. Oft eru þetta rosknir menn sem þurfa ekki lengur að keppa um rannsóknafé og stöður; ekki hafa áhyggjur af peningum og hégóma. Will Happer er einn slíkur og hefur komið við sögu í nokkrum tilfallandi athugasemdum.
Happer bendir á að ef núverandi magn koltvísýrings, CO2, í andrúmslofti jarðar yrði tvöfaldað, úr 400 ppm í 800 ppm, myndi hitastig hækka um 0,7C. Enginn tæki eftir breytingunni.
En verkefni ráðandi frásagnar er að útrýma koltvísýringi í andrúmsloftinu. Við það yrði jörðin óbyggileg. Án koltvísýrings deyr allt plöntulíf.
Tæplega tvö þúsund vísindamenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að engin loftslagsvá vofi yfir jörðinni. Eina aðsteðjandi hættan er heimska ráðandi frásagnar, sem vel að merkja, er knúin áfram af óseðjandi peninga- og valdagræðgi. Rétt eins og kaþólska kirkjan á miðöldum.
Athugasemdir
Því fyrr sem hægri menn átta sig á því að vinstri menn dulbjuggu kommúnisman sem loftslagsmál til að geta auki skatta endalaust. Því fyrr berjumst við gegn vitleysunni. Þetta er einfaldlega leið ríka fólksins til að komast yfir skattpeninga almúgans.
Emil Þór Emilsson, 27.9.2023 kl. 08:25
Þegar Jesús gekk um Júdeu fyrir meira en 2000 árum voru Gyðingar sem þar bjuggu skattskyldir Rómverjum líkt og Íslendingar eru nú orðnir Evrópusambandinu.
Sakkeus var Gyðinglegur ebættismaður sem hafði hagnað af því svíkja landa sína og þjóna Rómverjum við að innheimta skatt af Gyðingum.
Katrín okkar Jakobsdóttir sem kosin er af þjóð sinni, sem þjónn hennar, líkist Sakkeusi. Hún situr á svikráðum við okkur með svipuðum hætti, til að hagnast sjálf, og þjónar erlendu valdi, ESB og WEF, gegn okkur.
Svikamyllan heitir, Loftlagsvá.
En þó að Sakkeus gengi á glötunarvegi, líkt og Katrín gerir nú, var hann ekki vonlaus og það er Katrín okkar ekki heldur. Frásögn Lúkasarguðspjalls í 19. kafla segir okkur að Sakkeus hafi þrátt fyrir allt átt sér löngun til að snúa sér frá sínum vondu vegum, en það var erfitt, þangað til hann mætti Jesú auglitis til auglitis.
Ég bið þess, og það skulum við öll gera, að Katrín okkar megi einnig mæta Jesú eins og Sakkeus og gera iðrun. Og ekki aðeins hún heldur og allir þeir sem tekið hafa þátt í svikum við Guð og menn.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.9.2023 kl. 10:59
Það er búið að normalisera loftslagsmálin þannig að það er aldrei talað um í msm hvort eitthvert vit sé í þessu heldur bara hvernig okkur ber að bregðast við. Er það ekki undarlegt að það hafi verið greiddir 55 milljarðar árið 2021 án þess að það hafi verið nokkur umræða um það? Þetta er kanski ekki svo há upphæð.
Það er hratt og örugglega verið að stela lífsgæðum Íslendinga.
Kristinn Bjarnason, 27.9.2023 kl. 12:28
Kaþólska miðaldakirkjan var kommúnistagreni, rétt eins og loftslags "váin" sem öll kemur úr algrímum eða tölvulíkönum IPCC og styðst við núll mælingar. Engin mæligögn eru nokkru sinni birt, og viti menn, þegar þú reynir að finna þau kemstu að því að þú færð engin.
Enginn þeirra sem trúir áróðursóreiðunni veit hvert raunheti víðvaræs loftslags (Global Climate) er. Ef maður slengir á þau; hvað er Coupled Nonlinear Chaotic System, glápa þau til baka eins og naut á nývirki.
Guðjón E. Hreinberg, 27.9.2023 kl. 14:20
Afsakið "víðværs" -- vantar Edit hnappinn.
Guðjón E. Hreinberg, 27.9.2023 kl. 14:21
Ekki ætla ég að fullyrða neitt. En gæti verið að fyrirtæki í olíubransanum, þau sem efni hefðu á, væru e.t.v. tilbúin að gauka einhverju að góðum vísindamönnum o.fl. vegna "góðra greina" sem þeir hafa skrifað? Spyr sá sem ekki veit.
Hörður Þormar, 27.9.2023 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.