Stefán og traustið á Sigríði Dögg

Sigríður Dögg Auðunsdóttir fékk ekki stuðningsyfirlýsingu frá Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra. ,,Ég hef enga heimild til þess lögum samkvæmt að ræða við þig um möguleg málefni einstakra starfsmanna RÚV“ er það eina sem Stefán lét hafa eftir sér er Mannlíf leitaði til útvarpsstjóra og spurði m.a. hvort hann treysti Sigríði Dögg.

Sigríður Dögg er fréttamaður RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands. Þann 11. september sl. játaði hún í Facebook-færslu að hafa stungið undan skattgreiðslum vegna skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna. Eftir játninguna neitaði fréttamaðurinn að upplýsa fjárhæðir og umfang skattsvikanna.

Sigríður Dögg leigði út fjórar íbúðir á Suðurgötu 8 í miðborg Reykjavíkur. Samtals voru 8 svefnherbergi í íbúðunum fjórum með svefnplássi fyrir 28 manns. Leigutekjur á sólarhring, miðað við fulla nýtingu, var um 130 þús. kr. eða tæpar fjórar milljónir á mánuði.

Upp komst um skattsvikin er skattrannsóknastjóri fékk upplýsingar um leigutekjur íslenskra leigusala frá höfuðstöðvum Airbnb á Írlandi. 

Í helgarútgáfu Morgunblaðsins er nánar fjallað um það hvernig skattrannsóknastjóri og síðar Skatturinn afgreiddi skattsvikamálin. Þar segir m.a.

Í svari Skattsins kemur fram að í níu málum hafi breytingar á gjöldum numið hærri fjárhæð en 10 milljónum.

Skatturinn fékk upplýsingar frá Airbnb fyrir fjögur ár, 2015 til 2018. Ef Sigríður Dögg stundaði útleigu öll fjögur árin er nánast öruggt að hún sé í sérflokki í skattsvikum og hafi stungið undan hærri fjárhæð en tíu milljónum króna. Sé reiknað með 50% nýtingu á útleigunni á Suðurgötu í fjögur ár yrðu leigutekjur um 100 milljónir króna.

Sigríður Dögg hefur í krafti formennsku í Blaðamannafélagi Íslands fordæmt að fólk í áhrifastöðum svari ekki spurningum um ,,erfið mál". Í Vísi.is var haft eftir formanninum fyrir tíu mánuðum:

„Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins.

Stefán útvarpsstjóri gæti ráðlagt ríkisfréttamanninum að tileinka sér heiðarleika. En kannski er það til of mikils mælst. Á Glæpaleiti, gæti formaður blaðamanna svarað, er hefð að menn komist upp með meiri sakir en skattsvik.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er eitt að stunda skattaundanskot og annað að fá sérmeðferð til lausnar málinu. Skattameðferð SDA (hafi undanskotin náð tugum milljóna) hefur þá kallað á samvinnu fleiri aðila. Þar stendur skattrannsóknastjóri fremstur í flokki. Það þarf því að fletta ofan af öllu heila klabbinu því þarna er heiður margra undir. Útvarpsstóri þarf að víkja SDA frá störfum þar til málið er upplýst. Skattrannsóknastjóri þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum og blaðamannafélagið þarf að svara hvort það vill hafa siðlausar formann. Því hvort sem skattameðferðin var lögleg eða ekki þá var skattaundanskotið siðlaust.

Ragnhildur Kolka, 26.9.2023 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband