Mánudagur, 25. september 2023
Fjölmiðlar gagnrýndir, tímapöntun hjá geðlækni
Páll skipstjóri Steingrímsson andæfði linnulausum falsfréttum RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn) og varð skotmark þeirra vorið 2021 þegar honum var byrlað og síma hans stolið.
Ekki var þetta í fyrsta sinn sem RSK-miðlar og meðhjálparar sóttu að skipstjóranum. Haustið áður en byrlun og stuldur fór fram var pantaður tími hjá geðlækni fyrir Pál skipstjóra án þess að hann kæmi nærri þeirri tímapöntun. Síðar var skipstjórinn beðinn afsökunar á að hafa verið stefnt til geðlæknis.
Grímur Atlason sendi skipstjórnaum þann 26. október 2020 tölvupóst um tímapöntun hjá geðlækni. Grímur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar og eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur, þáverandi þingmanns Samfylkingar. ,,Setjum geðheilsuna í forgang" stendur í niðurlagi tölvupóstsins ásamt undirritun Gríms.
Grímur sagði ekki: þú gagnrýnir fjölmiðla og hlýtur að vera geðveikur. En það gefur auga leið að sé tími pantaður hjá geðlækni er gefið til kynna að sá sem fær stefnumót við sérfræðing í geðheilsu gangi ekki heill til skógar.
Páll skipstjóri segir frá þessari kyndugu tímapöntun hjá geðlækni í viðtali á Mannlífi.
Sálfræðihernaðurinn tekur á sig sérkennilegustu myndir í herbúðum RSK-miðla.
Athugasemdir
Grímur misnotaði Geðhjálp.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2023 kl. 09:56
Það er ágætt að draga þetta fram. Það er einnig líklegt, ef ekki víst að þetta sé toppurinn á ísjakanum. Gott er að vitna í Óttar Guðmundsson geðlækni með meiru. Hann hefur skrifað um það að hægt sé að greina alla geðveika sé vilji fyrir hendi. Fólk á fullum launum er í vinnu við að finna hvað gæti verið að fólki, svo hægt sé að halda því niðri og gera ómarktækt, sé þörf á. Þörfin á að hafa þegnana í hendi sér er þannig hjá þeim sem völdin hafa. Óttar daðrar við hægristefnu þótt erfitt sé að vita með vissu hans stjórnmálaskoðanir. Ekki er hann dæmigerður þræll jafnaðarfasismans.
Þjóðfélag nútímans er byggt á þjóðfélagsverkfræði. Það þýðir að litið er á einstaklinginn sem bilað eða nothæft tannhjól. Það fer eftir pólitík valdhafa hvort viðkomandi er nothæft eða bilað tannhjól. Í valdakerfi nazista Þýzkalands voru mannúðarsækin möppudýr og kommúnistar biluð tannhjól sem trufluðu. Í valdakerfi jafnaðarmanna eru þeir sem efast um jafnaðarstefnuna biluð tannhjól.
Mér finnst þetta til marks um að hernaðurinn gegn skipstjóranum og Samherja gangi ekki sem skyldi, fyrst þessi aðferð er notuð. Þó er erfitt að segja um niðurstöðu í þessu máli. Það hefur sýnt sig að réttlæti er ekki mikilvægt þegar valdið er annarsvegar, heldur hvaða niðurstöðu er hægt að neyða og pína í gegn.
Ingólfur Sigurðsson, 25.9.2023 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.