Fimmtudagur, 7. september 2023
Eitruð umræða, 50 milljón kr. tap
Heimildin, áður Stundin og Kjarninn, tapaði 50 milljónum króna í fyrra. Eina afurð Heimildarinnar er fréttir til að fóðra opinbera umræðu.
Vandaðir blaðamenn byggja fréttir á heimildum; óvandaðir skrifa ýkjur, ef ekki skáldskap, með lélegum, vafasömum eða engum heimildum. Heiðarlegir blaðamenn virða lög og reglur landsins; óheiðarlegir stuðla að lögbrotum og véla með efni sem ýmist er stolið eða er óráðshjal fólks í vímuefnavanda.
Frægustu fréttir Heimildarinnar og forvera eru skáldskapur sem soðinn var upp úr stolnu efni. Fjórir blaðamenn ritstjórnarinnar eru sakborningar í glæparannsókn lögreglu á byrlun og gagnastuldi, þar á meðal annar ritstjórinn. Fimmti blaðamaðurinn verður annað tveggja sakborningur eða vitni í væntanlegu dómsmáli.
Enginn blaðamannanna hefur upplýst aðkomu sína að afbrotinu. Sakborningar hafa allir verið kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglu og engu viljað svara um vitneskju sína um alvarlegt afbrot. Ekki heldur upplýsa þeir lesendur sína. Samt segjast þeir allir sem einn starfa í þágu almannahagsmuna og skrifa frétti m.a. um afbrot annarra. Afbrot sem blaðamennirnir eiga sjálfir aðild að fá ekki umfjöllun. Ekki er almenningi þjónað með lögbrotum og yfirhylmingu afbrota.
Þeir sem halda útgáfufélagi Heimildarinnar á floti með beinu fjárframlagi eða óbeinum stuðningi vilja íslensku samfélagi illt, að lögbrot séu framin og þau ekki upplýst. Góðu heilli eru þeir ekki margir sem vilja að útgáfan haldi áfram að eitra opinbera umræðu. Fimmtíu milljón króna tap staðfestir það.
Athugasemdir
Það hefur kostað sitt að gera starflokasamning við Eddu..
Guðmundur Böðvarsson, 7.9.2023 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.