Mútumáliđ á Selfossi og glćpir RSK-miđla

Meint mútumál Heimildarinnar gerist á Selfossi fyrir ţrem árum. Tveir vinir til langs tíma, Tómas Ellert Tómasson ţáverandi bćjarfulltrúi og Leó Árnason fjárfestir, hittast. Tómas Ellert tekur ljósmynd af texta sem varpađ er á skjá á fundinum. Fyrirsögnin á textanum er ,,Efni: minnispunktar og samkomulag."

Heimildin opnađi máliđ á föstudag. RÚV birti frétt (og mynd af skjátextanum) á sunnudagskvöld. Mbl.is fjallar um máliđ í fyrradag, sjá viđtengda frétt, og ađrir miđlar sömuleiđis. Máliđ ţykir fréttaefni sem almenningur ţarf ađ fá vitneskju um. 

Gott og vel. Um hvađ snýst meint mútumál? Tómas Ellert segist hafa fengiđ tilbođ um fjárstuđning fyrir frambođ sitt gegn ţví ađ hann beitti sér fyrir ađ Árborg/Selfoss félli frá forkaupsrétti á Landsbankahúsinu í miđbć Selfoss en ţar á Leó fjárfestir hagsmuna ađ gćta. Jafnframt er upplýst ađ sveitarfélagiđ hafi falliđ frá forkaupsrétti áđur en fundur félaganna tveggja var haldinn. Langsótt er ađ gera tilbođ um mútur fyrir eitthvađ sem ţegar er orđiđ ađ veruleika.

Lesendur geta sjálfir metiđ hvort hér sé á ferđinni mútugjöf, skjátextann má lesa í frétt RÚV. Í textanum er talađ um vinnuhóp og ađ undirritađir verđi leiđandi í skipulagsvinnu. Ekki segir i textanum hverjir séu í vinnuhópnum né heldur hverjir ćtla ađ undirrita. Tómas Ellert og Leó segja báđir ađ fundurinn hafi veriđ tveggja manna.

Ef ţađ er svo, eins og Tómas Ellert lćtur í veđri vaka, ađ félagarnir tveir hittist reglulega og skrifi minnispunkta um samtölin ćtti honum ađ vera í lófa lagiđ ađ leggja fram álíka fundargerđir/minnispunkta/samkomulag fyrir og eftir nóvemberfundinn 2020. Almenningur sći samhengi vináttunnar og hvort samsćri gegn almannahagsmunum sé reglulega á dagskrá eđa stakt tilfelli.

Hvađa álit hefur Tómas Ellert á nánum félaga sem biđur hann um ađ svíkja trúnađ viđ almenning? Móđgađist hann ekkert viđ tilbođiđ? Tómas Ellert átti ađ fá eina til tvćr milljónir fyrir viđvikiđ. Lítil fjárhćđ miđađ viđ hagsmuni. Landsbankahúsiđ fór á 360 milljónir kr. Gaf Tómas Ellert til kynna ađ hann vćri falur fyrir lítiđ fé? 

Tómas Ellert er einn til frásagnar um meint tilbođ um mútur. Skjátextinn er eina skriflega heimildin. Einbeittan ásetning ţarf til ađ lesa mútugjöf inn í textann. Eina sem undarlegt er viđ fundinn er ađ tveir menn, ćskufélagar, setji á skjávarpa texta um umrćđuefni sitt. Er annar hvor ţeirra eitthvađ vanfćr?  Ef umrćđuefniđ hefur orđiđ ađ samkomulagi, undirrituđu, ćtti sá texti ađ vera til, í tölvupósti til dćmis.

Eftirfarandi er haft eftir Tómasi Ellerti í Heimildinni:

Íslandi er stundum líkt viđ Sikiley, hér er nándin svo mikil og menn ţora ekki ađ stíga fram. En ég er bara ţannig gerđur ađ ég er kjarkađur, ég óttast engan og ekkert og hef aldrei gert.

Engu ađ síđur ţurfti Tómas Ellert ađ safna kjarki í ţrjú ár til ađ ,,stíga fram." Mýfluga verđur ađ úlfalda á skemmri tíma. Minnir svolítiđ á Jóhannesarguđspjalliđ síđara. Kannski var Tómas Ellert ađ hugsa um Namibíu ţegar hann sagđi Sikiley.

Namibíu- og Selfossmálin eiga fleira sameignlegt en einstaklinga sem fá opinberun um spillingu löngu eftir ađ hún fór fram. Ingi Freyr Vilhjálmsson blađamađur Heimildarinnar skrifar Selfossfréttina. Bróđir hans Finnur Ţór Vilhjálmsson er saksóknari hjá hérađssaksóknara og rannsakađi Namibíumáliđ, sem Ingi Freyr fylgdi úr hlađi, ţá blađamađur á Stundinni. Nú er Selfossmáliđ komiđ til hérađssaksóknara. Fer Finnur Ţór fyrir rannsókninni? Brćđurnir unnu líka ađ Sjólamálinu, Ingi Freyr skrifađi fréttir og Finnur Ţór saksótti. Brćđur í glćpum komu heim međ öngulinn i rassinum úr báđum veiđiferđunum, kenndum viđ Namibíu og Sjólaskip. Fer á sömu lund međ Selfossmáliđ? Geta blađamenn međ rétt fjölskyldutengsl pantađ ţjónustu hérađssaksóknara til ađ gera vafasamar fréttir trúverđugar?

En, sem sagt, meint mútumál á Selfossi ţykir frétt í öllum fjölmiđlum landsins. Fréttamat er huglćgt, rétt eins og siđleysi er huglćgt ástand. 

Víkur ţá sögunni ađ glćpum sem blađamenn RSK-miđla (RÚV og Heimildin) eru grunađir um ađild ađ, hafa stöđu sakborninga í lögreglurannsókn. Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlađ, síma hans stoliđ og hann afritađur. Sakarefnin eru byrlun, ţjófnađur og brot á friđhelgi einkalífs, ekki ađeins Páls heldur einnig Örnu McClure lögfrćđings. Ţáverandi eiginkona Páls, sem glímir viđ alvarleg andleg veikindi, var leiksoppur blađamannanna, sem m.a. hirtu af henni símkort ţegar fela átti samskiptaslóđina.

Mútumáliđ á Selfossi er tittlingaskítur í samanburđi viđ glćpina gegn Páli skipstjóra. Fjölmiđlar velta sér upp úr tittlingaskítnum en stunda ákaft ţögnina um stórglćpinn. Hver ćtli sé skýringin á ţví? 

Er ţađ svo, eins og Tómas Ellert, höfundur Selfossmálsins, segir: ,,hér er nándin svo mikil og menn ţora ekki ađ stíga fram"? Spurt á mannamáli: eru blađamenn upp til hópa siđlausir hugleysingjar, sem nýta sér bágindi annarra, drykkjuskap og geđveiki, og slá sig í leiđinni til riddara? Bíta síđan höfuđiđ af skömminni er ţeir úthluta sjálfum sér verđlaun fyrir óhrođann og kalla blađamennsku.


mbl.is Hérađssaksóknari hefur rannsókn á meintu mútumáli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Greinilega traustir vinir. 

Ragnhildur Kolka, 6.9.2023 kl. 15:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband