Mánudagur, 4. september 2023
Miđflokkurinn stćrri en Framsókn, Samfylking stopp
Miđflokkurinn er kominn upp í tćp níu prósent en fćr Framsókn hálft áttunda prósent í nýrri mćlingu Gallup, sem ekki fer hátt. Nokkur tíđindi atarna, ásamt ţeim ađ sókn Samfylkingar stöđvast viđ 28 prósentin. Mćlingin var tekin, ađ vísu, svo ţađ sé sagt, áđur en Helga Vala hrökk frá borđi.
Vendingar stjórnmálanna síđustu vikurnar eru ţćr helstar ađ Samfylkingin fćrist jafnt og ţétt til hćgri í áherslum og málflutningi. Stefna Kristrúnar formanns er ađ gera flokkinn gjaldgengan í stjórn međ Sjálfstćđisflokknum.
Hćgrisjónarmiđ sćkja í sig veđriđ, sbr. Miđflokkinn og umbreytingu Samfylkingar. Eftirlćtismál vinstrimanna ríđa ekki feitum hesti í umrćđunni. Tilraunir Vinstri grćnna međ kynjapólitík, dýravernd, loftslagsmál og stuđning viđ hćlisiđnađinn skora ekki. Vinstri grćn mćlast undir sex prósentum í nefndri könnun. Gagnvart kjósendum birtast Vinstri grćnir sem sérhagsmunabandalag öfgahópa sem trúa ađ sumir fćđist međ rangt heilabú og ađ loftslagiđ sé manngert en ekki náttúrulegt.
Stćrsta ósagđa pólitíska fréttin síđustu missera er ađ ekki er talađ um vinstristjórn sem valkost. Spurningin er hvernig hćgristjórn leysir af sitjandi ţjóđstjórn.
Harla ólíklegt er ađ í kosningum fái Sjálfstćđisflokkur og Samfylking meirihluta. Gćti ţó gerst. Meiri líkur eru á ţriggja flokka stjórn. Ţriđji flokkurinn undir vagninum yrđi Miđflokkur eđa Framsókn. Ólíklega Viđreisn og tćplega Vinstri grćn. Enginn talar viđ Pírata enda ekki viđrćđuhćfir.
Enn er langt til kosninga og óvissuţćttir margir. Vinstriflokkar munu gera áhlaup á Samfylkingu ţar sem Kristrún á enn eftir ađ kjafta sig frá skattasniđgöngunni. Hún verđur teiknuđ upp sem auđkona í Garđabć.
Ţingveturinn sem fer í hönd verđur giska fróđlegur. Í vetur er síđasta tćkifćri Vinstri grćnna ađ snúa fylgisţróuninni viđ, tileinka sér meginstraumsmál fremur en neđanbeltispćlingar međ grćnkeraívafi. Kristrún er í fćrum ađ treysta Samfylkinguna sem 20-prósenta flokk. Ţađ yrđi afrek. Miđflokkur og Sjálfstćđisflokkur etja kappi um hugmyndaforrćđiđ hćgra megin viđ miđju. Framsókn leitar ađ miđgildinu ţar á milli.
Voriđ 2024 er enn ár eftir af kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur treystir sér til ađ ljúka kjörtímabilinu, sem er óvíst, verđur kosningaveturinn notađur í uppsóp meginstraumsflokka á fylgi jađarflokkanna; Viđreisnar, Pírata og Ingu-flokksins. Enn er óljóst hvoru megin hryggjar Vinstri grćnir lenda, í meginstraumi eđa á jađrinum.
Athugasemdir
Kjósendur hafa líklega aldrei lćrt meira um alheimspólitík og seinustu 15 árin,eđa frá ţví ađ gömlu flokkarnir tóku til ađ hrífast svo af henni eftir hrun. Hann var strangur og harđur sá skóli lífsins sem opinberađist kjósendum á eigin skinni; hve hann var blekktur. Ný mćling Gallup fer ekki hátt,en gott ađ lesa ţennan pistil Páls.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2023 kl. 22:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.