Föstudagur, 1. september 2023
Blóðþyrstir Píratar
Píratar leggja blessun sína yfir fjöldamorð á spendýrum, fiskum og fiðurfé með frumvarpi sem þeir hyggjast leggja fram á alþingi Íslendinga. Frumvarpið leyfir slátrun og veiðar á öllum dýrategundum nema einni - hvölum.
Hvers á kálfurinn að gjalda, þessi með fallegu augun en verður brátt að hakki? Eða saklausa fjallalambið á leið í steik? Hvers vegna er kjúklingaeldi ekki bannað? Hvað með frjálsa fugla himins, gæs og rjúpu, sem árvisst verða fyrir skotárásum byssuglaðra? Hugsið um fiskana í sjónum sem nauðugir viljugir eru dregnir upp úr náttúrulegum heimkynnum sínum með botnvörpu og krókaveiðiskap síðan blóðgaðir, kúttaðir og flattir.
Hvað gengur Pírötum til með að gera upp á milli málleysingjanna? Hvað með jafnrétti dýranna? Rasismi gagnvart lífverum í lofti, á láði og legi ber ekki mannúð vitni heldur mismunun af grófustu sort. Er eitthvað hinsegin við hvali sem kallar fram samúð Pírata? Eða eru sjóræningjarnir aðeins í þykjustunni dýravinir? Er markmiðið það eitt að draga á tálar kjósendur sem næst standa málleysingjum að vitsmunum?
Píratar skulda þjóðinni skýringar.
Píratar kalla eftir banni við hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki leggjast Píratarnir gegn FÓSTUREYÐINGUM enda virðist maðurinn vera með öllu réttlaus og ég tala nú ekki um ef hann er hvítur á hörund......
Jóhann Elíasson, 1.9.2023 kl. 12:20
Eins og Jóhann segir, Píratar eru hlynntir fóstureyðingum sem og Vinstri græn. Eins og segir á forsíðu Útvarps Sögu ,,Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkur kjördæmi Norður segist vera sammála þeirri skoðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að leyfa ætti fóstureyðingar fram að fæðingu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldóru í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar."
Helga Dögg Sverrisdóttir, 1.9.2023 kl. 12:57
10 Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
11 Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn.
12 Ver eigi fjarri mér
því að neyðin er nærri
og enginn hjálpar.
(Sálmur 22).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.9.2023 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.