Mánudagur, 28. ágúst 2023
Trans-ofbeldi í skjóli stjórnvalda
Lýsing Sigmundar Davíðs á framkomu trans-aðgerðasinna til að hafa fundarfrelsið af Samtökunum 22 ætti að vekja fólk til umhugsunar um hótanir og ofbeldismenningu sem þarf að stemma stigu við.
Samtökin 22 er félagsskapur homma og lesbía sem hafnar undirstöðukenningum trans, að hægt sé að fæðast í röngum líkama og að kyn sé huglægt en ekki líffræðileg staðreynd. Samtökin 22 höfðu leigt sal Þjóðminjasafnsins undir málþing. Stuðningsmenn trans tóku til við að herja á ríkisstofnunina sem afturkallaði útleiguna. Var þá leitað til Reiðhallarinnar í Víðidal sem leigði sal. Fór á sömu lund. Á bakvið tjöldin var séð til þess að Samtökunum 22 yrði úthýst á ný.
Samtökin 22 leituðu þá til Miðflokksins og fengu leigðan fundarsal. Segir Sigmundur Davíð að hann hafi
verið furðu lostinn þegar hann heyrði að flokksmönnum hefði borist fjölda símtala frá aðgerðasinnum sem bæðu þá um að blása þingið af.
Hvernig komumst við á þann stað að opinberum stofnunum og stjórnmálaflokkum er ógnað fyrir að vera gestgjafi fundar til að ræða mannréttindamál? skrifar Sigmundur.
Það sjá allir í hendi sér að hér er allof langt gengið. Í landinu er mál- og fundafrelsi sem eru forsenda annarra mannréttinda. Trúfrelsi verður merkingarlaust ef ekki má tjá hug sinn á samkomu.
Stjórnvöld bera þunga ábyrgð á trans-atlögunni að mannréttindum. Þau fjármagna transfélög og skrifa lög í þágu transmenningar. Sveitarfélög gera samninga við transfélög að útbreiða boðskapinn í skólakerfinu.
Þegar mannréttindi eru brotin til að koma í veg fyrir umræðu um sérviskulega hugmyndafræði, og það með velþóknun hins opinbera, er samfélagið komið á hættulega braut.
Ógnað fyrir að hýsa fund um mannréttindamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mjög áhugarvert að trannar skuli ekki vilja mannréttindi. Þeir eru bókstaflega á móti þeim.
Merkilegt, ekki satt?
Ásgrímur Hartmannsson, 28.8.2023 kl. 19:25
Beyglað, verulega beyglað.
Skúli Jakobsson, 28.8.2023 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.