Prigó­sjín, valdarániđ og Pútín

Ef flugvél Prigó­sjín forsprakka Wagner málaliđa var skotin niđur rétt utan Moskvu eru allar líkur ađ valdaránstilraunin 24. júní hafi ekki veriđ sviđsett heldur föđurlandssvik. Drápiđ sé málagjöldin. 

Gagnrýni Prigó­sjín á yfirstjórn hersins gekk út á ađ rússneski herinn stígi alltof varlega til jarđar í Úkraínu. Ef frá eru taldar fyrstu vikur innrásarinnar, ţegar beitt var leifturstríđi, mallar rússneska hernađarvélin hćgt en stöđugt. Vestrinu og Úkraínu skal ţrjóta fyrr örendiđ en Rússum er herfrćđin. Engin meginbreyting er á herfrćđi Kremlarbćnda eftir ađ stöđustríđiđ tók viđ af leiftursókninni í fyrravor.

Prigó­sjín er áhćttusćkinn og krafđist aukinnar hörku. Ţar sem foringi Wagner-hópsins er ekki hermađur heldur herskár auđmađur er engin leiđ ađ sjónarmiđ hans fengju hljómgrunn nema međ stuđningi valdamikilla einstaklinga í yfirstjórn hersins, - sem hefđu ţá veriđ bandamenn hans í valdaránstilrauninni.

Fćru Rússar halloka á vígvellinum gćtu áhrifamenn í herstjórninni gripiđ til örţrifaráđa. Stöđustríđiđ ţróast Rússum í vil. Lítil efni eru til örvćntingar í ţeirra herbúđum. Ţađ eru ekki unglingar á gelgjuskeiđi sem stýra hernum.

Surovíkin heitir hershöfđinginn sem fór fyrir hernađarađgerđum Rússa. Ţangađ til í síđustu viku ađ ţađ spurđist út ađ Surovíkin vćri fluttur til í starfi. Var hann bandamađur Prigósjín? Sé ţađ tilfelliđ mun hann ekki kemba hćrurnar. Landráđ á stríđstíma er meira en brottrekstrarsök.

Eftir valdaránstilraunina fluttu Wagner-liđar til Hvíta-Rússlands, sem nánast er hjálenda Rússlands. Í herbúđum ţeirra stendur yfir undirbúningur ađ endurnýjađri ađild ađ stríđsátökum. Sjálfur valhoppađi Prigó­sjín milli landa, var oft í Rússlandi en fór líka til Afríku. Auđvelt skotmark í tvo mánuđi eftir meinta tilraun til valdaráns. Hafi völd Pútín stađiđ tćpt 24. júní er 60 daga friđhelgi landráđamanns auglýsing um veikleika valdstjórnarinnar. Valdhafar opinbera ekki veikleika sína, síst á stríđstíma.

Engu ađ síđur. Međ Prigó­sjín í flugvélinni voru sex af ćđstu yfirmönnum Wagner-liđa. Hafi vélin veriđ skotin niđur ađ undirlagi Pútín var í einum rykk gert út um helstu fyrirliđa málaliđasveitarinnar. Trauđla gert nema Wagner-liđar ógnuđu öryggishagsmunum ríkisins. Vel ađ merkja, ekki er enn stađfest ađ Prigó­sjín sé međal hinna látnu, ađeins ađ hann hafi veriđ á farţegaskrá.

En var flugvélin skotin niđur? Rćma af hrapi vélarinnar sýnir ađ hún kemur niđur í heilu lagi. Flugskeyti sem hittir flugvél ofar jörđu sprengir hana í lofti.

Tilfallandi telur enn ađ valdaránstilraunin 24. júní hafi veriđ sviđsett. Er ţó ekki jafnviss í sinni sök og hann var 25. júní.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Prigozhin er mörgum Rússum harmdauđi og hann hefđi átt ađ halda sig í útlegđinni í Belarus. En sagan endurtekur sig í mörgum myndum. Hvernig fór ekki fyrir okkar hetju Gunnari á Hlíđarenda ţegar hann hlítti ekki útlegđar dómnum. 

Ragnhildur Kolka, 24.8.2023 kl. 12:09

2 Smámynd: Lárus Ingi Guđmundsson

Í vísir er taliđ upp fullt a folki sem ađ Putin á ađ hafa látiđ drepa.

ţar er heill listi. 

Stađreyndin er samt sú, ađ Ukrainu menn hafa nuna viđurkennt opinberlega,ađ hafa međ skpulogđum hćtti veriđ međ sérsveit ađ störfum, sem ađ réđist gegnn háttsettum og efnamiklu fólki af Russneskju bergi brottnu. 

Stjornandi ţeirra sveitar kom fram á dögunum og viđurkenni ađ hann sjalfur ásamt fleirum hefđu ađhafst međ ţessum hćtti á skipulagđan máta um tima. 

Putin hefur veriđ kennt um flest öll drápin og ţau gerđ tortryggilega í ţá áttina. 

Rétt eins og skripal i Uk á sinum tíma. 

ţar sem ađ Teresa May var komin međ 7 utgáfur af málinu og orđin margsaga um ţađ hvernig ţađ átti ađ hafa boriđ ađ garđi. 

ţađ skiptir engu fyrr Nato hvađ er rangt eđa rétt, ţađ er bara ađ halda áróđrinum gangandi, og einfeldingar sem sitja fyrir framan sjónvarpiđ, eru flesti ekki međ neinar Varnir í gangi, heldur kokgleypa viđ öllu ţvi sem ađ ađ ţeim er rétt og segja ,, ţEIRA SEGJA AĐ ŢETTA SÉ SVONA ,, láta ţađ bara duga. 

Ukraine's top spy admits killing Russian public figures (azerbaycan24.com)

Lárus Ingi Guđmundsson, 24.8.2023 kl. 12:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband