Woke fellir Íslandsbanka og RÚV

Fyrir fjórum árum gerðist Íslandsbanki woke, sem er útlent orð yfir pólitískan rétttrúnað. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, útskýrði rétttrúnaðarstefnu bankans í grein á Vísi. Bankinn ætlaði framvegis að berjast gegn koltvísýringi í andrúmslofti, plasti og feðraveldinu í fjölmiðlum.

Við gerum þetta fyrir börnin og framtíðina, skrifaði samskiptastjóri Íslandsbanka.

Fjórum árum síðar er Íslandsbanki uppvís að mestri spillingu í sögu fjármálastofna hér á landi, sé mælikvarðinn stjórnvaldssektir.

Heilindi og pólitískur rétttrúnaður eru andstæður. Stofnun eða fyrirtæki sem tekur upp pólitískan rétttrúnað segir skilið við grunnstarfsemi sína en gefur sig á vald hugmyndafræði þar sem tilgangurinn helgar meðalið. 

Viðkvæðið verður: við erum að bjarga heiminum og höfum þar með heimild til að brjóta lög og reglur.

Í umfjöllun um stefnuyfirlýsingu Eddu samskiptastjóra fyrir fjórum árum var RÚV tekið sem fyrirmynd um woke-fræði í framkvæmd.

RÚV þverbrýtur reglur og viðmið um fréttaflutning til að bjarga heiminum. Fréttamenn RÚV eru sakborningar í lögreglurannsókn á byrlun- og gagnastuldi. Pólitískur rétttrúnaður réttlætir að andlega veikum einstaklingum er misþyrmt af fréttamönnum RÚV, sem þjóna hugmyndarfræði þar sem rangt verður rétt.

VR og ASÍ hafa sagt upp viðskiptum við Íslandsbanka. Þjóðin mun segja upp viðskiptum við RÚV í vetur, - þegar lögreglurannsókn afhjúpar spillingu og lögbrot á Glæpaleiti.


mbl.is ASÍ hættir í viðskiptum við Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Allt er leyfilegt undir formerkjum vinstri stjórnmála ef ekki göfugt líka.

Helgi Viðar Hilmarsson, 20.8.2023 kl. 10:13

2 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Vissi ekki að það væri hæft að segja upp viðskiptum við RÚV

Hólmgeir Guðmundsson, 20.8.2023 kl. 10:58

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

SILICON VALLEY BANK SEM AÐ HRUNDI. 

Inn í þeim banka var fullt af fyrirtækjum með reikningar og fólki sem voru stjórnendur sem að voru líka með sína eigin reikning, sem að trúði þvi að Græna byltinging, losun co2 út í andrúmsloftið, væri hin NÝJA SILIKON VALLEY BÓLA !!!A

ALLIR STUKKU Á VAGNING, Með þeim afleiðingum að Silikon valley bank var fatikst séð orðin gjaldþrota á grænu byltingar sinnunum, longu áður en það kom fram i fjölmiðlum. 

Loftslags málin, voru nefnilega ekki næsta SÍLIKON dals bóla eins og margir höfðu talið að væri í aðsigi. 

Svipað var upp á tengingnum, i oðrum banka sem að hrundi. 

Lanveitingar til LOFTSLAGS FYRIRTÆKJA MEÐ ALLS KYNS LAUSNIR SEM AÐ ÖLL ÆTLUÐU AÐ SIGRA HEIMINN. 

KV

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 20.8.2023 kl. 15:49

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Margir heimta í nafni frelsis áfengi í matvörubúðir
Persónulega myndi ég frekar kjósa að losna við skylduáskrift að RUV
Þeirra "fréttir" snúast mest um skoðanir sumra fréttamanna sem hefur tekist að troða áróðri um hælisleitendur inn í nærri hvern einasta fréttatíma undanfarið og munu eflaust halda því áfram.

Grímur Kjartansson, 21.8.2023 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband