Fimmtudagur, 17. ágúst 2023
Úkraína fái Nató-ađild, Rússar landvinninga
Starfsmannastjóri Stoltenbergs framkvćmdastjóra Nató, Stian Jenssen, viđrađi í norskum fjölmiđli, Verdens Gang, ţá hugmynd ađ ljúka Úkraínustríđinu međ eftirgjöf á úkraínsku landi gegn Nató-ađild ţess hluta Úkraínu er eftir verđur.
Frétt Verdens gang fór eins og eldur í sinu um vestrćna fjölmiđlaheiminn. Úkraínumenn ná ekki upp í nef sér af hneykslun; ţýskur herforingi botnar hvorki upp né niđur í starfsmannastjóra Stoltenberg. Kannski er veriđ ađ kanna undirtektir? Mögulega ađ veita innsýn í stöđumatiđ í Brussel.
Hugmyndin er komin til umrćđu og hverfur ekki svo glatt ţađan í bráđ.
Christoph Wanner fréttamađur Die Welt í Moskvu segir rússneska ráđamenn taka hugmyndina mátulega hátíđlega. Hann hefur eftir Medvedev, fyrrum forseta Rússlands, ađ Úkraínumenn verđi ađ flytja höfuđborg sína frá Kćnugarđi vestur til Lviv, sem einu sinni hét Lemberg - en spyrja í leiđinni Pólverja hvort ţađ sé viđ hćfi. Ţar vísar Medvedev til ágirndar Pólverja á úkraínsku landi. Lemberg var pólsk borg á millistríđsárum liđinnar aldar.
Réttlćting Rússa á innrásinni fyrir hálfu öđru ári var yfirvofandi Nató-ađild Úkraínu sem myndi ógna öryggishagsmunum Rússlands. Einnig var á dagskrá ađ verja rétt rússneskumćlandi minnihluta í Úkraínu. Nú ţegar hafa Rússar lagt undir sig Suđur- og Austur-Úkraínu. Gagnsókn Úkraínu, sem hófst 4. júní, breytir lítt víglinunni. Frétt í Newsweek hermir ađ klofningur sé í ríkisstjórn Úkraínu um hvort skuli halda áfram gagnsókninni eđa viđurkenna stađreyndir vígvallarins og ţyrma mannslífum.
Samkvćmt talningu BBC hafa Rússar ađ lágmarki misst 25 ţúsund hermenn á vígvellinum. BBC telur ekki vopndauđa Úkraínumenn en tölur sveiflast á bilinu 150 til 250 ţúsund. Rússar eru 4-5 sinnum fleiri en Úkraínumenn. Mannţurrđ sverfur fyrr ađ Garđaríki en Bjarmalandi.
Hugmynd starfsmannastjóra framkvćmdastjóra Nató er til marks um ađ vestrinu sé fariđ ađ lengja eftir stríđslokum. Nató telur möguleika Úkraínu takmarkađa ađ sćkja land í greipar Rússa.
Öllum stríđum lýkur međ friđi. Flestum vonum seinna.
![]() |
Rússland stefnir í efnahagsöngţveiti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Rússar munu aldrei sćtta sig viđ ţessar hugmyndir, og ţeir munu fyrr eyđa Evrópu og sjálfum sér en ađ gefa eftir ţau svćđi sem kusu í fyrra ađ gerast Rússnesk. Ef ESB/NATÓ elítan semur ekki friđ fljótlega, og samţykkir ađ Úkraína verđi hlutlaus, verđur allsherjar stríđ í Evrópu. Ţetta er óumflúiđ.
Ekki má gleyma ađ frá 2014 til 2022 drápu Úkraínumenn frá 13 til 19 ţúsund almenna borgara í Donbass héruđunum.
Guđjón E. Hreinberg, 17.8.2023 kl. 08:50
Ţessi orđ féllu reyndar í umrćđuţćtti í norska ríkissjónvarpinu NRK sem blađiđ VG greinir frá. Í gćrkvöldi var hann aftur í NRK og át ummćlin ofan í sig, hinn iđrunarfyllsti. Hann hefđi ekki orđađ hugsun sína nógu skýrt og svo frv.
Hólmgeir Guđmundsson, 17.8.2023 kl. 09:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.