Svandís: veiða hvali, bjarga loftslaginu

Svandís ráðherra matvæla tilkynnti í moggagrein í gær að hún tæki loftslagsmál alvarlega enda heimurinn að farast vegna koltvísýrings. í sama tölublaði blaðs allra landsmanna er frétt um útöndun koltvísýrings frá hvölum. Segir þar

Hver langreyður er tal­in losa sam­svar­andi magn af kolt­ví­sýr­ingi á ári og ríf­lega 30 bíl­ar sem eyða sex lítr­um á hundraðið og ekið er 14 þúsund kíló­metra ár­lega.

Svandís skellti á hvalveiðibanni í vor. Hvorki var það af umhyggju fyrir loftslaginu né vinnandi fólki til sjós og lands.

Ef Svandís meinar eitthvað með meintum áhyggjum af koltvísýringi í andrúmslofti ætti hún að biðjast afsökunar og aflétta strax hvalveiðibanninu.

Yfir til þín, Svandís.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Góður!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.8.2023 kl. 10:19

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Styttist í 1.september..

Guðmundur Böðvarsson, 11.8.2023 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband