Markmið Rússa í Úkraínu

Enginn veit raunveruleg markmið Rússa í Úkraínu. Réttlæting Rússa á upphaflegri innrás var að koma í veg fyrir að Úkraína yrði Nató-ríki er ógnaði öryggi Rússlands. Eftir rúmlega 500 daga stríð er suður- og austurhluti Úkraínu undir stjórn Rússa, um þriðjungur landsins alls.

Þýskur fréttamaður, Christoph Wanner, er staðsettur í Moskvu og fylgist með sjónarmiðum Kremlarherra frá upphafi stríðsátaka. Hann telur Rússa ekki með endanleg eða afgerandi markmið heldur ráðist þau af þróuninni á vígvellinum. Hann segist þó heyra æ oftar að Rússar ætli sér að gera Úkraínu landlukt ríki með því að ná yfirráðum yfir allri strandlengjunni við Svartahaf. Það fæli í sér að borgin Odessa félli þeim í skaut.

Wanner segir það ekki, en verði Úkraína landlukt, er borin von að ríkið geti staðið á eigin fótum. Efnahagslega, ef ekki hernaðarlega, yrði Úkraína leppríki Rússlands. 

Landið sem átti að verða verkfæri Bandaríkjanna, Nató og ESB til að ,,Finnlandisera" Rússland gæti endað sem rússnesk hjálenda.

Þeir sem dag frá degi fylgjast með framvindu átakanna, og eru hlynntir málstað Úkraínu, draga upp æ dekkri mynd af möguleikum stjórnarinnar í Kænugarði að gera Rússum þá skráveifum á vígvellinum er kæmi í veg fyrir ráðagerð Kremlarbænda.

Þannig segir Ukrainka í morgun að eftir tveggja mánaða sókn Úkraínuhers sé varnarlínum Rússa ekki ógnað, herlið Kænugarðsstjórnarinnar kemst ekki að skotgröfunum. Stórskotalið og flugher Rússa sjái til þess. Úkraínu blæðir út í stríði sem gengur út á að drepa sem flesta hermenn andstæðingsins. Rússar séu fjórum til fimm sinnum fleiri en Úkraínumenn. Hægur en öruggur dauði bíði Úkraínuhers.

Standist greining Ukrainka, og verði engar óvæntar vendingar, t.d. bein aðild Pólverja að stríðinu, verður stjórnin í Kænugarði knúin til að óska eftir friðarsamningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Eflaust gæti það verið 1 ástæða fyrir stríðsbröltinu: 

"Réttlæting Rússa á upphaflegri innrás var að

koma í veg fyrir að Úkraína yrði Nató-ríki er ógnaði öryggi Rússlands.".

Svo gæti verið önnur ástæða sem að fáir vita um;

það er sú ástæða að það er risa stórt geimskip á Úkraínísku landsvæði (neðanjarðar) sem að Pútín vil ekki að komist í hendur

"New World Order" (USA / ný-nasista).

Dr.Michel Salla er sérfræðingur um það mál: 

https://www.youtube.com/watch?v=NWoKFrpKSmI

Dominus Sanctus., 8.8.2023 kl. 11:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Upphaflega sögðust Rússar ætla að afnasistavæða Ukrainu og útiloka hernaðargetu þeirra. Svo fóru töfralausnir NATO að flæða inn hver á fætur annari og það breytti stöðunni. Nú er svo komið að töfravopnin eru nokkurnveginn uppurin og efasemdir um Ukrainu sigur verða sífellt háværari. Rússar geta ekki samið um stöðuna eins og hún er í dag. Að fenginni reynslu geta teir ekki treyst á samninga við vestrið og kæra sig ekki um að stjórna því sem eftir er. Þá er  fátt í stöðunni en taka yfir allt landsvæði austan við Dniper og loka leið til hafs m.þ.a.taka Odesa. Ef ESB hirðir það sem eftir er er skaðlaust fyrir Rússa, þ.e. ef Pólland og Ungverjar skipta því ekki bróðurlega milli sín. 

Ragnhildur Kolka, 8.8.2023 kl. 16:54

3 Smámynd: Arnar Loftsson

það er rangt þér, að ekki er vitað um markmið Rússa.

Það hafa margsinnis komið fram hjá Putin og Dmitry Medvedev um fyrirætlanir Rússa , og sérstaklega sá síðarnefndi hefur sagt fyrir um fyrirætlanir Rússa.

Það hefur líkað komið margsinns fram í fjölmiðlum Rússa, hvert eru markmiðin eru. Tass, Pravda, Sputnik og Russia Today.

Ég hef líka margsinnis bloggað, hvað þeir hafa verið að segja og hvað Rússar ætla sér að gera. Rússar eins og Kínverjar hugsa langt fram í tíman og vita nkl. hvað þeir vilja.

Arnar Loftsson, 9.8.2023 kl. 00:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Las pistil Páls fyrst núna tölvan mín þolir ekki smá lapþunnt kaffi yfir sig en Ipadinn dugar til að tjá sig. Var orðin forvitin að sjá hvort Páll skrifaði eitthvað um stríðið eða friðarumræður milli aðila. Ég veit ekkí af hvers konar völdum að hérna treysti því helst.

Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2023 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband