Oftæknivædd ungmenni

Viðtengd frétt segir frá áhyggjum íslenskra foreldra á snjalltækjanotkun barna sinna. Frétt á visir.is hermir að stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, leggi til að snjallsímar verði bannaðir í grunnskólum.

Þótt rök og rannsóknir segi snjallsímanotkun trufla einbeitingu ungmenna og valda vanlíðan og kvíða er hæpið að boð og bönn leysi vandann. Þó ekki sé nema vegna þess að margir foreldar nota símann til að hafa stafrænt auga með ungviðinu.

Góðu fréttirnar eru vísbendingar um að unglingarnir sjálfir telja nóg komið af tæknivæðingunni. Í fréttinni á vísi.is segir að

samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga.

Símtöl og einföld textaskilaboð eru minni streituvaldur og síðri tímaþjófur en sítenging við alnetið, svo mikið er víst.

 

 

 


mbl.is Helmingur verji of miklum tíma í snjalltækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband