Fimmtudagur, 3. ágúst 2023
Þjóðverjar herða frávísun hælisleitenda
Þýsk stjórnvöld hyggjast herða reglur um frávísun hælisleitenda sem ekki hafa fengið dvalarleyfi í Þýskalandi. Lögreglu verður heimilt að halda þeim sem vísa á úr land i varðhaldi í allt að 28 daga, en var áður tíu dagar.
Hert löggjöf í Þýskalandi er til að létta á álagi við móttöku hælisleitenda og vinsa úr þá sem leita hælis á fölskum forsendum, segir Die Welt. Refsingar eru gerðar hælisleitendum sem veita engar upplýsingar um sig, líka þeim er gera ranga grein fyrir sjálfum sér eða veita ófullnægjandi upplýsingar.
Umboðsmaður hælisleitenda á alþingi, Arndís Anna, er jöfnum höndum selur flóttamönnum lögfræðiþjónustu og veitir þeim ríkisborgararétt sem þingmaður, segir í fréttum RÚV að Ísland ætti að taka Þýskaland sér til fyrirmyndar í málefnum hælisleitenda.
Þá liggur það fyrir.
Athugasemdir
Nú er svo komið að í Svíþjóð þá eru innflytjendur frá sama landi að ráðast á "hina" innflytjendurna frá sama landi - því þeir eru þeim ekki þóknalegir
Geta þessi hælisleitandamál orðið fáranlegri?
https://www.svt.se/nyheter/lokalt/stockholm/stenkastning-vid-festival-pa-jarvafaltet
Grímur Kjartansson, 3.8.2023 kl. 17:19
Þetta sýnir ósköp vel hverskonar gungur Svíar eru orðnir, að ráða ekki yfir sínum landamærum þannig að borgarastyrjöld verður niðurstaðan.
Ingólfur Sigurðsson, 4.8.2023 kl. 02:26
Tek undir með Ingólfi. En er ekki það sama að gerast með Íslendinga og Svía, menn hafa bara ekki burði til að stjórna EIGIN landamærum og niðurstaðan verður borgarastyrjöld eins og hjá Svíum....
Jóhann Elíasson, 4.8.2023 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.