Bankastjóri, útvarpsstjóri og áhyggjur ráðherra

Telegraph segir að Alison Rose, bankastjóri breska bankans NatWest, hafi orðið að segja af sér eftir að skrifastofa forsætisráðherra Bretlands hafi lýst ,,verulegum áhyggjum" yfir því að Rose ætlaði að sitja áfram.

Breska ríkið á um 40 prósent í NatWest. Bankastjórinn lak röngum upplýsingum um einkafjármál Nigel Farage til fréttamanns BBC til að þjóna pólitískum rétttrúnaði.

Rose bankastjóri er fulltrúi elítu sem í nafni dygða tekur lögin í sínar hendur, ákveður hver sé verðugur og hver ekki. Woke hugmyndafræði á sterum.

Íslenska ríkið á RÚV 100 prósent. Ríkisfjölmiðillinn á aðild að misnotkun á andlega veikri eiginkonu Páls skipstjóra Steingrímssonar sem byrlaði Páli, stal síma hans og afhenti RÚV til afritunar.

Eftir að lögreglurannsókn hófst sumarið 2021 hafa þrír fréttamenn á RÚV hætt störfum. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Helgi Seljan fréttamaður og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks. Vitað er að Þóra er sakborningur í lögreglurannsókninni. Starfslok allra þriggja má rekja til þróunar lögreglurannsóknar, sem jafnt og þétt hefur undið fram og varpað skýrari ljósi á rás atburða. RÚV fær aðra fjölmiðla í bandalag með sér að segja sem fæstar fréttir, - jafnvel þótt vitað sé að lögregluskýrslur séu á borðum ritstjórna.

Lögregluskýrslurnar eru í umferð þar sem sex sakborningar og tveir brotaþolar fá aðgang að þeim. Þeir sem fylgjast með umræðunni vita hvað snýr upp og hvað niður í málavöxtu. Stutta sagan er að Namibíuherför RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðlar, endaði með misþyrmingu á andlega veikri þáverandi eiginkonu Páls skipstjóra, sem að undirlagi fjölmiðlanna þriggja byrlaði eiginmanni sínum til að stela af honum snjallsíma og fá í hendur blaðamanna til afritunar. Gögnin úr símanum notuðu fjölmiðlarnir í herferð sem gekk út á að Samherji ræki skæruliðadeild er skipstjórinn veitti forstöðu.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur enga grein gert fyrir aðkomu RÚV að sakamálinu. Útvarpsstjóri er eins og bankastjórinn Rose, fulltrúi elítu sem tekur lögin í sínar hendur. Munurinn á Íslandi og Bretlandi er sá að fjölmiðlar og æðstu ráðamenn í landi Engilsaxa sögðu hingað og ekki lengra við siðaleysi og lögbrotum réttlætisriddarana.

Skyldi forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, eða Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra, lýsa áhyggjum yfir stöðu ríkisfjölmiðilsins og jafnvel ,,verulegum áhyggjum" af stöðu mála? Eða er siðleysi og lögbrot ríkisfjölmiðilsins stundað með blessun og velvilja æðstu ráðamanna?

 

 

 


mbl.is Bankastjórinn segir af sér vegna máls Farage
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband