Wagner-liđar sýna Póllandi áhuga

Eftir meinta valdaránstilraun í Rússlandi söđlađi málaliđaherinn kenndur viđ ţýska tónskáldiđ Wagner um og hélt til Hvíta-Rússlands, - međ blessun rússneskra yfirvalda. Nú segir forseti Hvíta-Rússlands, Lúkasjenkó, ađ hann eigi erfitt međ ađ halda aftur af áhuga Wagner-liđa á Póllandi.

Pólland er Nató-ríki. Ţriđja heimsstyrjöld brytist út ef rússneskur málaliđaher herjađi á Pólland. Lúkasjenkó talar í hálfkćringi um innrás í Pólland. Gamaniđ er grátt enda liđur í sálfrćđihernađi stjórnvalda í Varsjá annars vegar og hins vegar Pútín forseta í Kreml. 

Löngu er vitađ um áhuga Pólverja á vesturhluta Úkraínu, sem fyrrum var pólskt land. Í lok seinna stríđs, eftir sigur á Ţjóđverjum, fćrđi Stalín leiđtogi Sovétríkjanna pólsku landamćrin í vestur, á kostnađ Ţýskalands, og hirti í stađinn Austur-Pólland undir Sovétríkin/Úkraínu.

Pútin minnti um daginn Pólverja á tilfćrslur Stalíns. Ţeim pólsku var ekki skemmt.

Vestur-Úkraína er til umrćđu ţar sem Austur-Úkraína fellur Rússum í skaut innan tíđar. Gagnsókn úkraínska hersins í Saparosjía gerir sig ekki, landvinningar eru litlir en mannfall mikiđ. Í Donbass er ţađ rússneski herinn sem sćkir fram. Ţeir sem gerst ţekkja til segja rússneskan sigur í kortunum, jafnvel ţeir sem hlynntastir eru málstađ Úkraínu.

Jake Sullivan er sá mađur í bandaríska stjórnkerfinu sem hvađ mest lćtur til sín taka í Úkraínustríđinu. Hann viđurkennir ađ sókn úkraínska hersins gangi fremur hćgt en minnir á ađ meginher stjórnarinnar í Kćnugarđi sé enn ekki kominn ađ víglínunni. Sókn Úkraínu hófst 4. júní. Ef meginherinn er enn í hvíldarstöđu tćpum tveim mánuđum síđar, ţegar hvorki gengur né rekur á vígvellinum, er herfrćđin sérstök, svo ekki sé meira sagt. Sókn á sannfćringar skilar litlu. 

Aukin spenna milli Póllands annars vegar og hins vegar Hvíta-Rússlands og Rússlands gefur sterklega til kynna ađ Austur-Úkraína sé vestrinu búiđ spil. Afgangurinn af landinu, Vestur-Úkraína, sé komin á matseđilinn. Umrćđa um áhuga Wagner á Póllandi er í raun spursmál um hvađ verđi um afganginn af Úkraínu eftir rússneskan sigur í austri.

Pólland dansar línudans, vill vesturhéruđ Úkraínu en án ţess ađ hleypa af stađ ţriđju heimsstyrjöldinni. Lúkasjenkó og Pútín taka ţátt í leiknum og vekja athygli á ađ Varsjá sé ađeins í 100 kílómetra fjarlćgđ frá landamćrunum. Stalín var ţaulćfđur ađ draga landamćri međ herfrćđi í huga. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góđan daginn Páll. Svo ađ ţetta sé nákvćmt, ţá lögđu Sovétríkin Austur Prússland undir sig og gerđu ađ Kalíngrad. Pólverjar fengur stóra sneiđ af Austur-Ţýskalandi (og ţar međ Vestur-Prússland) en misstu svćđi til Hvíta-Rússlands og Úkraníu. Mestu ţjóđflutningar sögunnar hófust ţar međ sem er ljót saga. 

Ţađ er enginn búinn ađ gleyma neinu, allra síst Ţjóđverjar.  Mér finnst ţví kenning ţín um ađ Pólverjar séu eitthvađ ađ pćla í ađ hirđa til sín landsvćđi nokkuđ hćpiđ en kannski dagdreymir ţá um slíkt, veit ţađ ekki. 

Pólverjar eru í ESB og NATÓ og munu ekki hreyfa litla fingur án leyfis Ţjóđverja eđa Bandaríkjamanna. Wagnerliđarnir eru notađir sem grýla á Pólverja og Eystrasaltsríkin og stoppari á NATÓ. En annars athyglisverđar pćlingar hjá ţér og gott hjá ţér ađ minnast á ţennan vinkil. Ţetta fékk mig til ađ dusta ryki af gömlum landabréfakortum. Einu af örfáum landamćrum sem hafa ekki breyst í Evrópum eru á Íslandi og Fćreyjum. Hitt eru púsluspils landamćri og grundvöllur undir stríđ framtíđar.

undefined

Birgir Loftsson, 24.7.2023 kl. 14:46

2 Smámynd: Guđmundur Böđvarsson

Og Krúsjoff gaf samlöndum sínum í Úkraínu Krímskagann á stórfylleríi 1954. Ţađ ţorđi enginn ađ mótmćla stríđshetjunni frá Stalíngrad og arftaka Stalín.

Guđmundur Böđvarsson, 24.7.2023 kl. 20:40

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Wagner mun ekki triggera ţriđju heimstyrjöld. Verđur ađ vera meira afgerandi en ţađ.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2023 kl. 21:18

4 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Hvar er franska útlendingaherdeildin????

Sigurđur I B Guđmundsson, 24.7.2023 kl. 21:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband