Eiturgræn pólitík

Íhaldsflokkurinn breski gekk í björg hamfarahlýnunar undir forystu fráfarandi formanns, Boris Johnson. Dísil- og bensínbílar skyldu bannaðir frá og með 2030, eftir sjö ár. Íþyngjandi regluverk var sett á húsnæði, bæði nýtt og gamalt, til að hamla gróðurhúsaáhrifum.

Kjósendur kaupa ekki lengur hugmyndafræðina um manngerða hamfarahlýnun og refsa Íhaldsflokknum í aukakosningum. Daginn eftir stórtap stíga ráðherrar fram og segja trúlega höfum við gengið of langt í hamfaratrúnni.

Léleg hugmyndafræði leiðir í ógöngur. Hamfarahlýnun vegna manngerðs koltvísýrings er ruglfræði. Litla eldgosið á Reykjanesi framleiðir daglega jafn mikinn koltvísýring og allt íslenska hagkerfið. Hagkerfið losar um 17 þús. tonn daglega af koltvísýringi en eldgosið allt að 15 þús. tonn daglega. Óvirkar eldstöðvar, t.d. Katla, losa um 12 til 24 þús. tonn daglega. Töluvert meira en allt hagkerfið hér á landi.

Náttúruleg losun koltvísýrings er ekki á dagskrá hugmyndafræði hamfarahlýnunar, aðeins manngerð. Ástæðan er einföld. Ekki er hægt að skattleggja náttúruna og hún lýtur ekki regluverki hins opinbera. Hagkerfið er á hinn bóginn að stórum hluta undir náð og miskunn stjórnvalda.

Stjórnmálmenn, bæði til hægri og vinstri, tóku hugmyndafræði hamfarahlýnunar tveim höndum. Það auðveldar atkvæðaveiðar að þykjast bjarga heiminum samtímis sem yfirvofandi hætta réttlætir að ríkið sé ofan í hvers manns koppi. En það kemur að skuldadögum. Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis, loftslagsmáltíðin verður æ dýrkeyptari.


mbl.is Íhaldsflokkurinn fór illa út úr aukakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Þetta er afskaplega mikil einföldun og handvalin, persónuleg áherzla gegn náttúruvernd sem skýring á tapi Íhaldsflokksins brezka.Síðuhafi minnist ekki á hvernig Brexit er að verða æ óvinsælla meðal Breta og hvernig hver ráðherra eftir annan innan Íhaldsflokksins hefur verið látinn víkja eftir hneyksli eða vanthæfni í starfi.

Íhaldsflokkurinn sem var eins og Sjálfstæðisflokkurinn þekktur fyrir trausta stjórnsýslu er nú þekktur fyrir eitthvað annað.

Sama hvaða flokkur er við völd í Bretlandi eða annarsstaðar, náttúruvernd mun ætíð minna á sig, og mannkynið krafið um úrbætur af náttúrunni sjálfri - eða Guði, hvernig sem menn kjósa að orða það.

Ingólfur Sigurðsson, 23.7.2023 kl. 11:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er heldur aldrei minnst á losun gróðurhúsalofttegunda í Úkraínustríðinu sem við og önnur NATO lönd Stuðlum að. Annars er það rétt sem Ingólfur segir að það var margt fleira sem orsakaði tap Íhaldsflokksins. Má nefna auk þess sem hann telur upp óánægju almennings með gengdarlausa fjölgun flóttamanna og taumlausan áhuga stjórnmálamanna á stríðinu í Úkraínu. Meðan Bretar eyða öllum vopnum og fjármunum sínum í stríðið er ekkert hugsað um aðstæður heima fyrir. Brexit verður alltaf ómögulegt á meðan menn hugsa aðeins um stríð.

Ragnhildur Kolka, 23.7.2023 kl. 12:33

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Tek undir með Ragnhildi Kolku. Verkalýðsmenn og aðrir vinstrimenn nota tækifærið til að berja á Íhaldsmönnum í Bretlandi. Boris Johnson var arfaslakur leiðtogi og Liz Truss, og Rishi Sunak ekki heldur sem beztur.

Ingólfur Sigurðsson, 23.7.2023 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband