Miđvikudagur, 19. júlí 2023
Biden semur viđ Pútín - íslensk ađild?
Biden Bandaríkjaforseti er tilbúinn ađ semja viđ Pútín forseta Rússlands. Ástćđan er tvíţćtt. Í fyrsta lagi getur Úkraína ekki sigrađ Rússland á vígvellinum, - og mun tapa ef stríđiđ dregst á langinn. Í öđru lagi vaxandi áhyggjur af Kína. Á međan vestriđ grefur sér holu í Garđaríki styrkist Kína jafnt og ţétt.
Ofanritađ er ekki tilfallandi greining. Höfundurinn er Edward Luttwak. Ferlisskrá hans í bandarískum utanríkis- og öryggismálum nćr aftur til kalda stríđsins á sjöunda og áttunda áratug síđustu aldar. Luttwak var innmúrađur kaldastríđshaukur en lćs á hernađarlegan og pólitískan veruleika.
Neđanmáls er ţess ađ geta ađ í viđtalinu segir Luttwak (11:34) ađ ţjóđaratkvćđagreiđslu um hvoru megin landmćranna Donbass-héruđin skuli liggja verđi ekki stýrt af íslenskum, já íslenskum, stjórnarindreka í hlutastarfi. Luttwak segir ţetta í framhjáhlaupi. Mögulega vísar Luttwak í sögusagnir um ađ íslenskur stjórnmálamađur sé í umrćđunni um hlutverk í vćntum friđarsamningum.
Hver gćti ţađ veriđ? Katrín forsćtis? Ólafur Ragnar?
Athugasemdir
Ţarna er örugglega veriđ ađ vísa til Jóns Gnarrs.
FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 08:55
Nei,sannast sagna heyrđi ég ţví fleygt um daginn ađ Parlimentarians for Peace (P4) hefđu Ólaf í huga. En hvađ veit ég? Ég held ekki ađ Kata sé tekin alvarlega eftir grćnu sokkana sem hún sendi Ukraínu.
FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 09:08
Ţetta átti ađ vera Parlimentarians for Peace (P4P). Ţar var Ólafur lengi vel innsti koppur í búri međ Nýsjálendingi, Nicholas Dunlop, sem ég kann betri deili á en flestir Íslendingar.
FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 09:14
Síđasta tilraun Parliamentarians for Peace; a-iđ stendur á sér... eins og alltaf.
FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 09:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.