Biden semur við Pútín - íslensk aðild?

Biden Bandaríkjaforseti er tilbúinn að semja við Pútín forseta Rússlands. Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi getur Úkraína ekki sigrað Rússland á vígvellinum, - og mun tapa ef stríðið dregst á langinn. Í öðru lagi vaxandi áhyggjur af Kína. Á meðan vestrið grefur sér holu í Garðaríki styrkist Kína jafnt og þétt.

Ofanritað er ekki tilfallandi greining. Höfundurinn er Edward Luttwak. Ferlisskrá hans í bandarískum utanríkis- og öryggismálum nær aftur til kalda stríðsins á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Luttwak var innmúraður kaldastríðshaukur en læs á hernaðarlegan og pólitískan veruleika.

Neðanmáls er þess að geta að í viðtalinu segir Luttwak (11:34) að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvoru megin landmæranna Donbass-héruðin skuli liggja verði ekki stýrt af íslenskum, já íslenskum, stjórnarindreka í hlutastarfi. Luttwak segir þetta í framhjáhlaupi. Mögulega vísar Luttwak í sögusagnir um að íslenskur stjórnmálamaður sé í umræðunni um hlutverk í væntum friðarsamningum.

Hver gæti það verið? Katrín forsætis? Ólafur Ragnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Þarna er örugglega verið að vísa til Jóns Gnarrs.

FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 08:55

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei,sannast sagna heyrði ég því fleygt um daginn að Parlimentarians for Peace (P4) hefðu Ólaf í huga. En hvað veit ég? Ég held ekki að Kata sé tekin alvarlega eftir grænu sokkana sem hún sendi Ukraínu.

FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 09:08

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta átti að vera Parlimentarians for Peace (P4P). Þar var Ólafur lengi vel innsti koppur í búri með Nýsjálendingi, Nicholas Dunlop, sem ég kann betri  deili á en flestir Íslendingar.

FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 09:14

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Síðasta tilraun Parliamentarians for Peace; a-ið stendur á sér... eins og alltaf.

FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband