Þriðjudagur, 18. júlí 2023
Byrlun og niðurgangur Hallgríms Helgasonar
Hallgrímur Helgason rithöfundur sagðist á opinni síðu á Facebook vera tilbúinn að byrla Páli skipstjóra ,,aftur". Páli var byrlað að undirlagi RSK-miðla 3. maí fyrir tveim árum. Málið er í lögreglurannsókn.
Ummælin lét Hallgrímur falla fimmtudaginn síðast liðinn. Þau fóru á flug og kölluðu á skýringar rithöfundarins. Hann lét ekki ná i sig. Mannlíf og Fréttin sögðu fréttir en ekkert bólaði á viðbrögðum byrlunarskáldsins.
Eftir að hafa ráðfært sig við almannatengla ákvað Hallgrímur krók á móti bragði. Hann bjó til frétt um sjálfan sig.
Verkefnið sem rithöfundurinn setti sér var að rita sjálfsævisögulega frétt er ryddi öðrum óþægilegri af fréttasíðum fjölmiðla. Þekkt trix almannatengla. Um nóttina sat glottið við skriftir.
Á föstudag, þegar orð Hallgríms um að byrla Páli, frá kvöldinu áður, fengu útbreiðslu og vöktu athygli fjölmiðla, var rithöfundurinn tilbúinn með frásögn er vekti samúð og dræpi umræðu um innræti á dreif. Sjálfsafhjúpunin birtist á samfélagsmiðli: ég er með niðurgang.
Á fimmtudagskvöld er Hallgrímur norður í landi með bilaðan bíl og langar að byrla Páli skipstjóra. Daginn eftir glímir rithöfundurinn við pípandi niðurgang. Hann ók sem sagt norður með iðrakveisu.
Hvaða verkstæði var tilbúið að taka við bílnum eftir sex til sjö klukkustunda ökuferð Samfylkingarskálds með skitu?
Athugasemdir
Skemmtileg tilbreyting frá munnræpunni sem hefur hrjáð Hallgrím lengst af.
Ragnhildur Kolka, 18.7.2023 kl. 10:05
Styður Hallgrímur byrlun sem viðurkennd hegðun? Er í lagi til dæmis að byrla ungri konu og svo...? Eða er bara í lagi að byrla þeim sem hópur fólks er illa við? Þarf Hallgrímur ekki að svara þessu?
Sleppur Hallgrímur við slaufun, eða verða bækur hans teknar úr umferð?
booboo , 18.7.2023 kl. 12:15
Hann Halli hefur líklega alltaf verið mjög meðvirkur drengur. Þegar Me-Tooið fór af stað, hafði Hallgrími verið nauðgað í partíi í Berlín. Það var hrein og bein SOLEDARNOSC. Ég dreg það þó ekki í efa. Efast ég heldur ekki um að Hallgrímur vilji byrla einhverjum og kannski var honum bara byrlað í Berlín. Heimur Hallgríms er flókinn og kominn vel yfir 1000 gráður. Menn skrifa stundum bölvaða þvælu þegar þeir eru með langvarandi skitupest.
FORNLEIFUR, 19.7.2023 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.