Frelsi og áhætta í beinni útsendingu

Umræða, oft hatrömm, er um hvort yfirvöld á vettvangi gossins við Litla-Hrút hafi heimild til að takmarka aðgang almennings að jarðeldunum. Skerðing á einstaklingsfrelsi segja þeir sem vilja opinn aðgang. Varúð í almannaþágu er viðkvæði þeirra sem telja eðlilegt að takmarka aðgang.

Tvær frelsisreglur eru í húfi. Í fyrsta lagi að sérhver má taka þá áhættu í lífinu sem hann kýs svo fremi að aðrir verði ekki fyrir miska eða séu settir í hættu. Þannig getur maður stungið sér í sjóinn við Gróttu og ætlað sér að synda yfir Faxaflóa. Drukkni maður á leiðinni er það ves á eigin reikning, ekki annarra. Nema, vitanlega, björgunarsveita er leita líksins.

Í öðru lagi reglan um opinn aðgang að almenningi. Allir eiga frjálsa för í óbyggðum. Hugmyndafræðin í kringum örlítinn-grenjandi-minnihluta byggir á þessari frelsisreglu. Strengur í þjóðarsálinni titraði er yfirvöld hugðust gera óbyggðaferðir háðar leyfi.

Eldgosið á Reykjanesi er ekki í óbyggðum heldur í túnfæti höfuðborgarsvæðisins. Það er í beinni útsendingu fjölmiðla og vefmyndavéla. Svæðið er nánast almannarými. Hér er ekki um að ræða frelsi til að njóta náttúrunnar einn með sjálfum sér og sínum. 

Þeir sem vilja leggja sig í hættu við að komast sem næst eldgosinu vita, eða mega vita, að fari eitthvað úrskeiðis verða þeir ekki skildir eftir upp á náð og miskunn náttúrunnar. Ef fólk lenti í sjálfheldu yrði reynt að bjarga viðkomandi. Í siðuðu samfélagi er sá háttur hafður á, guði sé lof. Þeir sem bjarga fólki í sjálfheldu við eldstöðvar eru sjálfir í hættu. Það gefur auga leið.

Við eigum að sætta okkur við að í almannarými við virkar eldstöðvar setji yfirvöld skynsamar og málefnalegar reglur um aðgang. Eðli málsins samkvæmt geta reglurnar verið einar í dag en aðrar á morgun, fer eftir eldvirkninni.

Áhættufrelsi er best iðkað utan alfaraleiðar. 


mbl.is Mengun færist í átt að gönguleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greinilegt er að þarna hefur landslagið heitið eitthvað löngu fyrir jarðelda,miðað við heiti Hvassahrauns sem sumir vildu byggja flugvöll á sem nú verður ekkert af. Sagt er að gamla hraunið sem Keflavíkurvegur liggur um sé 800 ára gamall; hvað er að manni að vilja allt í einu fara að grúska i þessu.En það verður einhverntíma byggt á nýja hrauninu sem Litli-Hrútur leggur til; e.t.v.mikið stærra Litla-Hraun. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2023 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband