Stafrænt kynferðisofbeldi og fjölmiðlar, íslenskir og breskir

Fréttamaður BBC, Huw Edwards, er ásakaður um að kaupa kynferðislegar ljósmyndir af ungum stúlkum. Breskir fjölmiðlar fjalla ítarlega um málið í raðfréttum daginn inn og daginn út.

Starfsfélagar Huw Edwards hjá BBC tóku jafnvel til við að upplýsa ásakanir um stafrænt kynferðisofbeldi fjölmiðlamannsins. Yfirstjórn ríkisfjölmiðilsins BBC fær á linnulausa gagnrýni fyrir að grípa ekki í taumana.

Breska lögreglan segir enga rannsókn standa yfir af sinni hálfu. Hér er aðeins um ásakanir að ræða.

Á Íslandi stendur yfir virk lögreglurannsókn á byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og brot á friðhelgi. Fimm blaðamenn á Heimildinni (áður Stundin og Kjarninn) og RÚV eru sakborningar.

Fréttirnar af lögbrotum íslensku blaðamannanna eru fáar og strjálar. Ekki er setið um Stefán Eiríksson útvarpsstjóra og hann spurður um afritun á stolnum síma á Efstaleiti. Liggur þó fyrir óbein játning; útvarpsstjóri lét starfsmanninn fara sem keypti Samsung-síma til að afrita tæki norðlensks skipstjóra.

Stórvinir RSK-miðla, Hallgrímur Helgason til dæmis, hafa lögbrot og siðleysi blaðamanna í flimtingum, segja að endurtaka mætti byrlun og ofbeldi, þjóni það réttum málstað.  

Raunar er það helst að frétta af fimm fræknum sakborningum RSK-miðla að þeir eru árlega drekkhlaðnir verðlaunum frá Blaðamannafélagi Íslands hvers formaður stundar útleigu á Airbnb er kallaði á skattrannsókn.

Netflix-serían Fimm fræknir sakborningar og Airbnb-drottningin gæti orðið áhugaverð. Drög að handriti liggja fyrir í haust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband