Sunnudagur, 16. júlí 2023
1917-augnablik, eđa 1918
Rússland eđa Úkraína, fer eftir hver talar, nálgast hratt 1917-augnablikiđ er viđkvćđi álitsgjafa um Úkraínustríđiđ.
1917-augnablikiđ kemur ţegar önnur hvor ţjóđin, rússneska eđa úkraínska, segir hingađ og ekki lengra. Atburđarásin verđi sambćrileg októberbyltingunni fyrir 106 árum. Stríđsţreytt ţjóđ varpar af sér okinu, krefst nýrra stjórnarhátta er tryggja friđ og brauđ.
Af ýmsum ástćđum er harla ólíklegt ađ komi til byltingar í öđru hvoru ríki stríđsađilja. Fyrir ţađ fyrsta eru fáar vísbendingar um stríđsţreytu. Í öđru lagi er hvergi ađ sjá pólitíska andstöđu í hvoru ríki um sig, sem eitthvađ kveđur ađ. Í ţriđja lagi lifa íbúar utan átakasvćđa tiltölulega hversdagslegum lífi. Eldsneyti byltingar er af skornum skammti.
Meiri líkur eru á 1918-augnabliki. Snemma hausts 1918 tilkynnti ţýska herráđiđ Vilhjálmi keisara ađ stríđiđ í landamćrahéruđum Frakklands og Belgíu vćri tapađ. Stuttu síđar óskuđu ţýsk stjórnvöld eftir vopnahléi og fengu ţađ klukkan 11 ţann 11.11. 1918. Fyrri heimsstyrjöld lauk ţar međ.
Á nýafstöđum leiđtogafundi Nató-ríkja í Vilníus var Selenskí forseta Úkraínu tilkynnt, herma óstađfestar fregnir, ađ verđi víglína Rússa í Saparosjíja ekki brotin á bak aftur í nóvember nćstkomandi muni vesturlönd ekki vera Úkraínumönnum jafn rausnarleg og hingađ til.
Síđustu daga ber á stađhćfingum um ţrátefli á vígvellinum. Kurteist orđalag um ađ úkraínska sóknin sem hófst 4. júlí sé í ógöngum. Á tímalínu stríđsađgerđa er nóvember handan viđ horniđ.
Klukkan glymur Kćnugarđi fyrr en Kreml.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.