Föstudagur, 14. júlí 2023
Eldgosið tvöfaldar CO2-losun hagkerfisins
Koltvísýringur, CO2, er náttúruleg lofttegund kennd við gróðurhúsaáhrif. Samkvæmt tískukenningu stjórnar magn koltvísýrings í andrúmslofti veðurfari á jörðinni. Til að auðvelda skattlagningu er útblástur hagkerfa, þ.e. mannleg losun á CO2, reiknuð.
Íslenska hagkerfið losar árlega 6500 kílótonn (eitt kíltonn er þúsund tonn) af koltvísýringi, CO2, í andrúmsloftið, samkvæmt Hagstofunni. Deilt á daga ársins gerir það rúm 17 kílótonn á dag.
Mælingar vísindamanna á losun eldgossins við Litla-Hrút gefa til kynna að eldgosið losi allt að 15 kílótonn daglega af koltvísýringi, CO2.
Litla eldgosið á Reykjanesskaga stendur daglega fyrir nálega jafn mikinn útblástur koltvísýrings og allt íslenska hagkerfið.
Munurinn er einkum sá að auðvelt er að skattleggja hagkerfið. Innheimtan er aftur erfiðari neðra. Ástæðan er kannski að stjórnmálamennirnir eru flestir ættaðir þaðan.
Vísindamenn unnu langt fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bændaflokkurinn í Hollandi er langt kominn með að snúa loftslagsvitleysunni þar við og Græningjar að lognast útaf í þýskalandi. Óskandi væri að Íslendingar fari að átta sig á að það er verið að hafa þá að fíflum. Vandinn er að hér trúir fólk enn vaðlinum sem kemur frá opinberum stofnunum eins og RÚV. .
Ragnhildur Kolka, 14.7.2023 kl. 10:13
Á meðan finnur maður til með þeim Ragnhildur á sama tima er maður bálreiður.en mér er sagy að sstoppa..
Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2023 kl. 13:17
Magn af co2 í andrúmslofti hefur aukist um 25% síðustu 300 ár eftir að hafa verið stöðugt hundruð þúsunda ára. Ætti það ekki að gefa tilefni að hugleiða hvort við göngum til góðs?
Tryggvi L. Skjaldarson, 15.7.2023 kl. 06:31
Eins og ég benti þér á fyrir nokkru, Páll, losa öll heimsins eldfjöll um 100 sinnum minna CO2 en mannkynið (aðallega með bruna jarðeldsneytis). Þess vegna missir færsla þín marks nema kannski hjá fáfróðu fólki.
Björn Guðmundsson, 18.7.2023 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.